Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Lögreglufulltrúi segist ekki muna eftir viðlíka máli. Ránið var þaulskipulagt og þjófarnir voru aðeins um hálfa mínútu að athafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti í dag til­lögu um taf­ar­laust vopna­hlé á Gasa og fulltrúi ráðsins segir atkvæðagreiðsluna sögulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mætir Þórdís Ingadóttir prófessor og sérfræðingur í alþjóðarétti í myndver og fer yfir þýðingu þess.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk kona lýsir dvöl sinni á sjúkrahúsi í Búlgaríu sem algjöru helvíti. Bati hennar er kraftaverki líkastur en um tíma leit út fyrir að hún myndi missa bæði hendur og fætur vegna alvarlegrar sýkingar. Við heyrum sögu Láru Bjarkar Sigrúnardóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Slík upplýsingagjöf hefur haldið áfram eftir að málið komst upp. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendum hafa verið hótað brottvísun þegar þeir störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samninganefnd VR hefur til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Heimir Már Pétursson, fréttamaður fer yfir nýjustu tíðindi af kjaradeilu VR og SA í beinni útsendingu frá Karphúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarssonar. Þolendum var létt þegar lögreglan réðist í aðgerðir og handtók sex einstaklinga í tengslum við málið. Rætt verður við aðstoðarsaksóknara hjá lögeglunni um málið og farið yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé búið að leggja grundvöll að launastefnu sem önnur stéttarfélög munu fylgja eftir. Fjögur félög bættust í hóp þeirra sem skrifað hafa undir kjarasamning í nafni stöðugleika. Talsmaður Fagfélaganna segir að nú sé boltinn hjá Seðlabankanum, ríki og sveitarfélögum. Fjallað verður um undirritun kjarasamninga í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Við sjáum frá deginum í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Málið tengist fyrirtækinu Vy-þrifum en eigandi þess rekur bæði veitingastaði og gistiheimili.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Rætt verður við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli á Reykjanesi rétt fyrir fjögur í dag en öflug og skyndileg skjálftavirkni við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell varð um hálf fimm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá svæðinu við hlaupið og í beinni frá Almannavörnum til að fá skýra mynd af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samninganefndir breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá karphúsinu og förum yfir nýjustu vendingar.

Innlent