Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símon Sig­valda­son skipaður dómari við Lands­rétt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Svandís ræddi afléttingar innanlands

Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn

Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar

Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu

Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins

Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent