Vinnustaðurinn

Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hafa stjórn­völd brugðist þol­endum á­reitni og of­beldis á vinnu­stöðum?

Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda.

Skoðun
Fréttamynd

Svansvottuð vinnu­að­staða ekki að­eins mögu­leg í ný­byggingum

Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“

„Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt

„Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fómó í vinnunni er staðreynd

Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best

„Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn

Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“

Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu

„Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup.

Atvinnulíf