KR

Fréttamynd

Hörður undir feldinn

Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Vand­ræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og rusla­haugur“

Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ást­björn missir af næstu leikjum KR

Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron í tveggja leikja bann

Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stúkan segir ekki rautt og fram­kvæmda­stjórinn æfur: „Má leggja hana niður“

Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hamar/Þór og KR í kjör­stöðu

Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Víkingar rúlluðu KR-ingum upp

Víkingar unnu öruggan 5-1 sigur á KR í kvöld í úrslitaleik Bose mótsins en leiknum var frestað um langa hríð vegna Evrópuleikja Víkings.

Fótbolti