Haukar

Fréttamynd

Gunnar tekur aftur við Haukum

Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði Hauka í handbolta eftir tímabilið. Gunnar Magnússon tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Tinna Guðrún: Þetta er ó­geðs­lega gaman

Þær voru margar sem lögðu m-þung lóð á vogaskálarnar í kvöld þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna í körfubolta. Ein af þeim var Tinna Guðrún Alexandersdóttir en hún skoraði 23 og stal sex boltum til að leiða lið sitt í gegnum erfitt verkefni í kvöld þegar Haukar unnu Þór Ak. 97-73.

Körfubolti
Fréttamynd

„Grimmd og gleði“ skilaði sann­færandi sigri

„Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram.

Handbolti
Fréttamynd

„Settum í sjötta gír í seinni hálf­leik“

Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“

Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. 

Handbolti
Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum ekkert að fara slaka á“

Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97.

Körfubolti