
UMF Selfoss

Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið
Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir.

Halldór Jóhann: Tek stigin sæll og glaður heim
„Við höfðum heppnina með okkur í lokin en vorum búnir að vinna fyrir því að taka stigin tvö,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga að loknum eins marks sigri liðsins á ÍBV í Eyjum í kvöld. Lokatölur 27-26 gestunum í vil.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 26-27 | Eins marks sigur Selfyssinga í Eyjum
Eyjamenn tóku á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í hörkuleik. Það var alvöru barátta þegar liðin í 4. og 6. sæti deildarinnar tókust á. Fór það svo að gestirnir unnu með eins marks mun, 27-26.

Gary Martin gengur til liðs við Selfoss
Enski sóknarmaðurinn hefur samið við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar sem og á næsta ári.

Hólmfríður hætt við að hætta og spilar með Selfossi í sumar
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að hætta við að hætta og mun spila með Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður að landa tveim stigum með 28-23 sigri gegn ÍR í Hleðsluhöllinni í dag. Hann segir þó að hann og leikmenn hans séu orðnir ansi þreyttir á síendurteknum stoppum á deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga
Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23.

Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum
Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum.

Brenna frá Eyjum á Selfoss með viðkomu í Portúgal
Bandaríska framherjinn Brenna Lovera mun spila með Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Sjáðu magnaða þrefalda vörslu Rasimas í lýsingu Rikka G
Vilius Rasimas, markvörður Selfoss, sýndi mögnuð tilþrif í leiknum gegn FH í Kaplakrika í Olís-deild karla í gær.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-27 | FH hafði betur með minnsta mun
FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27.

Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 23-26 | Öflugur sigur gestanna
Selfoss tapaði á heimavelli gegn Aftureldingu í Olís deild karla í handboltaí kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir landsleikjahlé. Niðurstaðan 23-26 og gestirnir fara með tvö stig yfir Hellisheiðina.

Selfoss með óvæntan sigur á Stjörnunni, létt hjá Val ásamt öðrum úrslitum
Þremur leikjum til viðbótar í Lengjubikar karla er nú lokið. Selfoss vann Stjörnuna 2-1, Valur vann HK 3-0, ÍBV vann Fjölni í Grafarvoginum. Í kvennaflokki gerðu Þróttur Reykjavík og ÍBV 2-2 jafntefli.

Hergeir: Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmtilegra að vinna
KA og Selfoss mætust í hápsennu leik í KA heimilinu í kvöld. Hergeir Grímsson var frábær fyrir gestina og skoraði 11 mörk úr 14 skotum. Þar af eitt þegar nokkrar sekúndur lifði leiks og tryggði Selfoss stig.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Selfoss 24-24 | Lokatölurnar þær sömu og á Selfossi
KA tók á móti Selfoss í KA heimilinu í kvöld. Selfoss var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og KA í því sjöunda, þó bara stig á milli þeirra. Deildin mjög spennandi og leikurinn í KA heimilinu átti eftir að vera háspenna. Lokaniðurstaða 24-24 jafntefli sem er nákvæmlega sama niðurstaða og varð í Hleðsluhöllinni í haust.

Guðmundur Hólmar með slitna hásin: „Rosalega sár og svekktur“
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, er með slitna hásin og verður frá næstu mánuðina. Hann segir þetta mikið áfall.

Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna
Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri
Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla.

Ótrúleg endurkoma Fjölnis - Valsmenn með fullt hús stiga
Fjórir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta hér á landi í dag og var mikið skorað í leikjum dagsins.

Skoraði eitt mark þrátt fyrir að spila ekki sekúndu
Þrátt fyrir að Einar Sverrisson hafi ekki spilað eina sekúndu í leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild karla í gær tókst honum að skora eitt mark. Og það var í glæsilegri kantinum.

Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik
Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25.

Útiliðið hefur unnið Suðurlandsslaginn sex sinnum á fjórum árum
Selfoss tekur í dag á móti nágrönnum sínum í ÍBV í Suðurlandsslag Olís deildar karla í handbolta en þetta virðist vera sá leikur þar sem ekki er gott að vera heimaliðið.

„Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“
„Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum
Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.

Sjáðu vítið sem Sveinn Aron kastaði frá sér
Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks Hauka og Selfyssinga í Olís deild karla í gærkvöld. Gestirnir fengu víti sem Sveinn Aron Sveinsson tók, eða ætlaði sér að taka.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 25-20 | Haukar á toppinn
Haukar unnu góðan sigur og komu sér aftur upp í 1. sæti eftir sigur á Selfoss í Olís-deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur, 25-20.

„Þessi leikur í dag hefði skilað sigri á móti Fram“
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna sem sótti Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Selfoss töpuðu með fimm mörkum, 25-20.

Stórskyttan Corey Taite fær sviðið í fyrsta sjónvarpsleik Hrunamanna
Domino´s deild karla í körfubolta er í smá pásu vegna landsleikja en í kvöld fær 1. deild karla að njóta sín í staðinn. Suðurlandsslagur Selfoss og Hrunamanna í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.55 í kvöld.