Fótbolti

Fréttamynd

„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“

„Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi.

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fór að hátta og England skoraði átta

Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti

Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með

Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roon­ey mættur aftur til Banda­ríkjanna

Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Frakkland salta Ítalíu

Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Maga­kveisa herjar á lið Sviss

Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu klúður aldarinnar

Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari.

Fótbolti
Fréttamynd

For­eldrar hlýddu for­setanum og höguðu sér vel að mestu

Forseti Íslands var á Símamótinu í Kópavogi í dag og hvatti áfram ungar knattspyrnustelpur. Hann segir mikilvægt að leyfa börnum að leika og leika sér á knattspyrnumótum. Enginn komist í landsliðið vegna æstra foreldra á hliðarlínunni. Mótinu lauk í dag og að sögn eins skipuleggjenda þess virðast foreldrar hafa hlýtt forsetanum.

Innlent