Ítalski boltinn

Fréttamynd

Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu?

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus heldur á­fram að gera jafn­tefli

Juventus gerði sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum er liðið sótti Fiorentina heim í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur í dag 1-1 sem þýðir að Juventus hefur ekki enn tapað leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Derby della Madonnina | Aldagamall rígur og þrír eftirminnilegustu leikirnir

Maður myndi halda að Mílanóslagurinn – leikurinn á milli tveggja stórliða borgarinnar, AC Milan og Internazionale, væri kenndur við frægasta kennileyti borgarinnar. La Scala óperuhúsið, málverkið Síðasta kvöldmáltíðin sem hangir í klaustri Maríu Meyjar, nú eða sjálfa dómkirkjuna. En þess í stað er slagurinn kenndur við litlu gylltu styttuna af Maríu mey sem trónir á toppi dómkirkjunnar. La Madonnina. Í Mílanó eru smáatriðin í aðalhlutverki.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég sé ekki eftir neinu“

Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sassuolo tók stig af ítölsku meisturunum

Sassuolo gerði sér lítið fyrir og tók stig gegn Ítalíumeisturum AC Milan er liðin mættust á Stadio Mapei í Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-0 í heldur bragðdaufum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry orðinn hlut­hafi í liðinu hans Fàbregas

Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Með varnar­leik skal landið byggja

Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 

Fótbolti