Handbolti

Fréttamynd

Pólverjar grétu - Myndir

Tilfinningarnar voru miklar að loknum leik Íslands og Póllands í morgun. Á meðan að íslensku leikmennirnir og íslenska þjóðin öll fögnuðu í gleðivímu voru pólsku leikmennirnir heldur langt niðri.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór Atla: Fáranleg trú í þessu liði

„Þetta verður ekkert mikið stærra en þetta. Maður er tiltölulega hátt uppi núna og leyfir sér að fagna þessu aðeins,“ sagði brosmildur Arnór Atlason sem var ánægður með karakterinn í íslenska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Logi: Skemmtilegasta stund lífs míns

„Það er óhætt að segja að maður sé hrikalega glaður en maður tekur þessu með jafnaðargeði. Við megum ekki missa okkur í gleðinni. Fagna þessu smá og fara svo að hugsa um næsta verkefni,“ sagði stórskyttan Logi Geirsson og brosti allan hringinn. Logi átti fínan leik eins og allir strákarnir og skorað fjögur flott mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander: Ég trúi þessu varla

„Þvílíkur leikur og við höfðum trú á okkur allan tímann. Það lögðust allir á eitt því við viljum svo innilega láta drauminn rætast sem er að vinna medalíu. Við sýndum hverslags lið við erum í þessum leik. Við erum með rosalega gott lið,“ sagði járnmaðurinn Alexander Petersson og brosti allan hringinn.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur: Erum ekki hættir

„Venjulega segir maður bara tvö stig og ekkert annað en þessi sigur þýðir að við erum á leið í undanúrslit á Ólympíuleikum og það er einfaldlega frábær tilfinning,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að vonum glaður eftir sigurinn á Pólverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar í undanúrslit

Frakkland er komið í undanúrslit í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking eftir sigur á Rússum í fjórðungsúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland mætir Frakklandi eða Póllandi

Nú er ljóst að Ísland verður í þrijða sæti B-riðils handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking sem þýðir að liðið mætir annað hvort Frakklandi eða Póllandi í fjórðungsúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tekur efsta sætið ef Danir og Þjóðverjar gera jafntefli

Leikur Þýskalands og Danmerkur stendur nú yfir en þetta sem er síðasti leikurinn í B-riðli á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland gerði jafntefli við Egypta í æsispennandi leik í nótt en geta þrátt fyrir það náð efsta sæti riðilsins. Til þess að svo verði þurfa Danir og Þjóðverjar að gera jafntefli.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Óli snillingur í að velja rétt

„Þetta var kannski ekki mér að þakka. Það var Óli sem gaf á mig en hann er snillingur í að velja rétt. Svo var bara að troða honum í markið,“ sagði Snorri Steinn sem var aftur hetja Íslands er hann jafnaði rétt fyrir leikslok. Að þessu sinni með marki af línu eftir sendingu Ólafs Stefánssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Hreiðar Levý: Ég er enginn hani

„Ég er nú enginn hani og það vita allir sem þekkja mig. Ég er ekki þessi morgunmaður,“ sagði markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson léttur eftir Egyptaleikinn en leikurinn fór fram klukkan 9 um morgun að staðartíma og stemningin sérstök.

Handbolti
Fréttamynd

Logi: Skrítinn leikur

„Maður verður að hafa þetta spennandi. Það var kannski jákvætt að ná jafntefli úr því sem komið var,“ sagði Logi Geirsson eftir jafnteflið gegn Egyptum í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Myndir úr Ísland - Egyptaland

Ísland og Egyptaland gerðu jafntefli í nótt en lokatölur urðu 32-32, rétt eins og í síðasta leik Íslands á Ólympíuleikunum í Peking, gegn Dönum. Vilhelm Gunnarsson tók þessar myndir í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland á enn möguleika á efsta sætinu

Ísland getur enn náð efsta sætinu í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking ef úrslit í öðrum leikjum verða liðinu hagstæð. Ísland á þó engan möguleika á að lenda í fjórða sæti riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Jafntefli gegn Egyptum

Ísland má þakka fyrir að hafa náð einu stigi gegn Egyptum í lokaleik sínum í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking.

Handbolti
Fréttamynd

Myndir úr leik Íslands og Suður-Kóreu

Ísland tapaði í morgun naumlega fyrir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum í Peking í æsispennandi og dramatískum leik. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á staðnum og tók þessar góðu myndir í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Erfitt að kyngja þessu tapi

„Allur leikurinn var eitt tækifæri. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að klikka mikið í sókninni. Það gekk ágætlega að opna vörnina en skotin fóru ekki inn,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson sem fann sig vel í upphafi leiks í gær en síðan fjaraði undan hans leik. Hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og það rétt fyrir leikslok.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Verðum að nýta færin

„Við fengum frábært færi undir lokin en það atvik endurspeglaði kannski leikinn í heild sinni. Ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum í þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson hundsvekktur eftir tapið grátlega gegn Kóreu í morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap fyrir Suður-Kóreu

Eins og óttast var átti íslenska liðið í vandræðum með lið Suður-Kóreu eins og önnur lið á Ólympíuleikunum í Peking. S-Kórea vann, 22-21.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert: Allir lögðu sig hundrað prósent fram

„Það er góður stígandi í liðinu og einfaldasta skýringin á þessum sigrum er sú að við æfðum mjög vel fyrir mótið og ekki síst markvisst. Það voru ekki mikil hlaup heldur alltaf bolti. Svo vorum við að æfa kerfin og stúdera andstæðingana.“

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Kóreumenn frábærir

„Þetta var ótrúlega ljúft enda ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistarana. Við getum aðeins slakað á eftir svona sigur en svo er að undirbúa okkur fyrir Kóreubúana sem eru rosalega góðir.“

Handbolti