Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

„Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“

Stelpurnar okkar urðu fyrir slæmum skelli í gær, í fyrsta leik milliriðilsins á HM gegn Svartfjallalandi. Stemningin virtist algjörlega horfin úr þessu stórskemmtilega liði, en þær endurheimtu gleðina aftur í dag og gerðu það á frekar óhefðbundinn máta.

Handbolti
Fréttamynd

„Ekki sama leik­gleði og hefur verið“

Alfa Brá Hagalín, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var með nokkuð einfalda skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis hjá liðinu í stóru tapi gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Hel­víti svart var það í dag“

„Helvíti svart var það í dag,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir níu marka tap liðsins gegn Svartfjallalandi í millirðiðli 2 á HM í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Mæta bara strax og lemja á móti“

„Ég er mjög sátt með það að geta komið með smá attitude inn í hópinn og hef verið mjög ánægð“ segir sú yngsta af stelpunum okkar á HM, Matthildur Lilja Jónsdóttir, sem ætlar að lemja á Svartfellingum síðar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Mæta Fær­eyjum í milliriðli

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Færeyjum, Spáni og Svartfjallalandi í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi.

Handbolti
Fréttamynd

Sami hópur og síðast

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, veðjar á sömu sextán leikmenn gegn Úrúgvæ og hann gerði gegn Serbíu.

Handbolti
Fréttamynd

„Að­eins öðru­vísi handbolti“

Ísland mætir Úrúgvæ í þriðja leik riðlakeppninnar á HM í handbolta og mun annað hvort komast áfram í milliriðil eða detta niður í keppnina um Forsetabikarinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Fannst stelpurnar frá­bærar í seinni hálf­leik“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

„Mig langar mjög mikið að gráta“

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu.

Handbolti