
Sýningar á Íslandi

Fagna tíu árum og hátt í tvö þúsund viðburðum
Í gær voru tíu ár liðin frá því að menningar-og tónleikastaðurinn Mengi hélt sína fyrstu tónleika. Í fyrra hlaut staðurinn heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir ómetanlegt framlag til nýrrar tónlistar.

Vaknaði oftar en einu sinni í steininum á aðfangadag
Fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson er mikið jólabarn en hann stendur fyrir viðburðinum Snorri Ásmundsson og Jólagestir í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi þriðjudagskvöld.

Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð
Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði.

Leyfir náttúrunni að flæða í gegnum sig og inn í listaverkin
Listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Margfeldið á milli í Listvali um helgina. Þráðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í verkum Lilýar en hún talar ýmist um verk sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum.

„Persónulegur smekkur fólks eitt af því okkur þykir vænt um að kynnast“
Gallery Port opnar sína áttundu jólasýningu á morgun, laugardaginn 2. desember. Sýningin heitir Jólagestir Gallery Port og yfir 60 listamenn taka þátt.

Frumsýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“
Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld.

Sýning byggð á samskiptum heimilisfólks á samfélagsmiðlum
Föstudaginn 24. nóvember opnar sýningarheimsóknin Skilaboð á Hönnunarsafni Íslands. Í heimsókninni skoða grafísku hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir skilaboð á milli heimilisfólks á samskiptamiðlum og eru þeirra skondnu hliðar sérstaklega dregnar fram.

Myndaveisla: Upplifun á tilverunni í nýju ljósi
Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir opnaði sýninguna 0° 0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Margt var um manninn á opnuninni þar sem listunnendur sameinuðust og gerðu sér glaðan og skapandi dag.

Glæsileg sýning á skrautdúfum
Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur.

Nefndi verk um sjálfsblekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld
„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

„Minnir áhorfandann á að við þurfum ekki að hlusta á allt“
„Ég byrjaði mjög snemma að hafa áhuga á myndlist, eflaust um fjögurra ára aldur. Ég var mikill dundari og var alltaf að lita og teikna. Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir listakonan og skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage, sem stendur fyrir listasýningunni Valkostir samtímans. Sýningin er opin á föstudag og laugardag í Hannesarholti.

„Ég er ekkert að slæpast“
„Ég er algjör fréttafíkill, ég hlusta á hvern einasta fréttatíma,“ segir hin 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, grafíker og kolamálari, sem stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Konurnar voru bara eins og eitt af húsgögnunum
„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmtilegasta“
„Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Heillaðist af eyðileggingunni
„Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal.

Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg
„Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter.