Bandaríkin

Fréttamynd

Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps

Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni

Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Óska Tiger skjóts og góðs bata

Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu.

Golf
Fréttamynd

Harry Shear­er hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína

Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eigin­kona El Chapo hand­tekin í Banda­ríkjunum

Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli.

Erlent
Fréttamynd

NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars

NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eins og í slæmri hryllingsmynd

Í heildina hafa nú nærri 29 milljónir smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Þar af hefur hálf milljón látist, fleiri en Bandaríkjamennirnir sem létust í seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu samanlagt. Faraldurinn er hvergi verri.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur heimilar af­hendingu skatt­skýrslna Trumps

Hæsti­réttur Banda­ríkjanna greiddi í dag leið sak­sóknara í New York að skatt­skýrslum og öðrum fjár­hags­gögnum Donalds Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta. Undir­réttur hafði áður úr­skurðað í októ­ber að fyrrum endur­skoð­endur Trumps þyrftu að verða við beiðni á­kæru­dóm­stóls og af­henda gögnin.

Erlent