Bandaríkin

Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik

George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið

Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing.

Erlent
Fréttamynd

Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og æru­meiðingar

Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Lífið
Fréttamynd

Óperu­stjarnan Grace Bumbry er látin

Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Menning
Fréttamynd

Byssu­maðurinn sagður hafa að­hyllst hvíta öfga­hyggju

Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið.

Erlent
Fréttamynd

Lét leyna greiðslum til eigin­konu hæsta­réttar­dómara

Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud

Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran.

Erlent
Fréttamynd

Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi

Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus.

Erlent