Bandaríkin

Fréttamynd

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent
Fréttamynd

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn

Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma.

Erlent
Fréttamynd

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Erlent
Fréttamynd

Líkams­leifar fundust í flakinu af Titan

Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn

Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik.

Lífið
Fréttamynd

Telja hers­höfðingja hafa vitað af á­formum Prigoz­hin

Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin.

Erlent
Fréttamynd

Titanic-leikarinn Lew Palter látinn

Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Meið­yrða­máli Niemann gegn Carl­sen vísað frá

Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Skildi árs gamla dóttur eftir eina heima og fór í tíu daga frí

Móðir sem býr í borginni Cleveland í Ohio ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð á dóttur sinni. Hún er sögð hafa farið í tíu daga frí og skilið dóttur sína, sem var sextán mánaða gömul, eftir eina heima á meðan með þeim afleiðingum að hún lést.

Erlent
Fréttamynd

Elsti maðurinn til að hljóta Nóbels­verð­laun er látinn

Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.

Erlent
Fréttamynd

Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max

Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir.

Lífið
Fréttamynd

Hafna for­sendum til­gátu um leka úr veiru­stofnun Wu­han

Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins.

Erlent