Efnahagsmál

Fréttamynd

Ásgeir hefur aldrei komið til Tene

Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið

„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig

Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Innlent
Fréttamynd

Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?

Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.

Umræðan
Fréttamynd

Á­fram­haldandi kröftugur hag­vöxtur

Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 

Neytendur
Fréttamynd

Inn­lán at­vinnu­fyrir­tækja aukist um fjórðung frá ára­mótum

Ekkert lát er á umfangsmiklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja í bönkunum og hafa þau aukist langt umfram verðbólgu á árinu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa innlánin tekið um 70 milljarða króna stökk, eða um heil tíu prósent, þar sem líklegt má telja að muni mikið um stórar greiðslur sem hafa borist eftir söluna á Mílu og Tempo.

Innherji
Fréttamynd

Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót

Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr veruleiki blasir við (enn og aftur)

Ljóst er að fjármálaleg tilraunastarfsemi seðlabanka heimsins og skrautleg peningaprentun hefur endað með ósköpum og vakið upp verðbólgudrauginn all hressilega. Eilífðarvélin virkaði ekki og MMT er stefna sem gleymist vonandi sem fyrst. Enda sjást núna ávöxtunarkröfur á skuldabréfum sem hafa ekki verið í boði árum saman erlendis þó að ekki þurfi að fara mörg ár aftur í tímann hérlendis.

Umræðan
Fréttamynd

Fjár­lög ekki auð­veldað kjara­við­ræður

Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvenju mikið svigrúm til launahækkana

Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki von­laust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur

Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi

VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR.

Innlent
Fréttamynd

Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra

Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn og eina verk­færið

Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið.

Skoðun
Fréttamynd

„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“

Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði

Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn

Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Viðskipti innlent