Efnahagsmál

Fréttamynd

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Verjum störf og sköpum ný

Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að atvinna sé undirstaða velferðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Vaxandi atvinnuleysi, samdráttur í landsframleiðslu, versnandi hagvaxtarhorfur og samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Staðfestir það sem samtökin óttuðust

Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot.

Innlent
Fréttamynd

Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða

Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur.

Innlent
Fréttamynd

Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS

Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs

Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir til­slakanir hafa gríðar­lega þýðingu fyrir rekstrar­aðila

Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar

Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu

Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

Innlent
Fréttamynd

Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum

Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs

Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill.

Innlent