Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:42 Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er afar ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telur að mistökin megi rekja til „mikilmennskuæðis“ hennar. vísir/vilhelm Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49