Borgarstjórn

Fréttamynd

Ólympískar skattahækkanir

Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin þarf sjálfstæða skóla

Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“

Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rýmri opnunartíma

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti

Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega

Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu heimilislausir bíða úrræða

Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn.

Innlent
Fréttamynd

Framlög hafi hækkað mikið

Formaður skóla- og frístundaráðs segir skýrslu IE gott innlegg en í hana vanti að framlög til grunnskóla og viðhalds hafi hækkað mikið á síðustu árum. Formaður foreldrafélags hefur talað fyrir daufum eyrum.

Innlent
Fréttamynd

Á biðlista eru 1328 börn

Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar og 96% í leik­skól­um.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtum tíma okkar betur

Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu:

Skoðun
Fréttamynd

Skoða málsókn vegna Hverfisgötu

Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa lagt fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar verði settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum. Oddviti Pírata í borgarstjórn er mótfallinn og segir myndavélar skapa falskt öryggi.

Innlent