Stangveiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum. Veiði 15.7.2011 11:08 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum. Veiði 14.7.2011 16:18 Mjög gott í Straumunum og Norðurá Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Veiði 14.7.2011 14:58 Mikið líf í Elliðaánum Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Veiði 14.7.2011 14:33 Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Veiði 14.7.2011 13:43 Norðurá efst með 810 laxa Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Veiði 14.7.2011 11:52 Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið. Veiði 14.7.2011 09:11 Blanda að ná 400 löxum Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag. Veiði 13.7.2011 14:37 Góður gangur í Korpu Ottó Markússon og félagar voru við veiðar í Korpu í blíðunni föstudaginn 8. Júlí. Fengu þeir kvótann eða 8 laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Laxana fengu þeir í Holunni, Efri rennum, Blika, Breiðunni og Símastreng. Að sögn Ottós eru fiskar komir upp ánna og í stíflunni hafa sést fiskar. Veiði 13.7.2011 13:06 Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Veiði 13.7.2011 09:51 Veiðisaga úr Hólsá Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiði 13.7.2011 09:20 Ytri að bæta sig á hverjum degi Ytri Rangá er að skila sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í morgun voru tíu laxar komnir á land í sterkri austanátt en allt veiddist á efri svæðunum, en við þessar aðstæður er erfitt að veiða á neðri hluta árinnar. Veiði 13.7.2011 09:16 Langá loksins að fá stóru göngurnar? Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Veiði 13.7.2011 09:13 Rólegt í Veiðivötnum Áfram var frekar rólegt í 3. viku. Aðeins komu 2042 fiskar á land. Það þarf að fara fjögur ár aftur í tímann til að sjá álíka veiði. Mest veiddist í Litlasjó, 340 fiskar. Smábleikjuvötnin Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn og Nýjavatn gáfu góða veiði. Hástökkvari vikunnar var Litla Skálavatn. Þar veiddust 226 urriðar, allt að 8,5 pd þungir. Veiði 12.7.2011 15:38 Lifnar yfir Syðri Brú Við heyrðum í Búa Gíslasyni veiðimanni sem var við veiðar í Syðri Brú í morgun ásamt veiðifélaga. Þeir félagarnir voru búnir að setja í tvo laxa um 6-7 pundið og báðir grálúsugir. Veiði 12.7.2011 14:39 17 laxar úr Víðidalsá í gær Góðar fréttir bárust úr Víðidalsá í dag en veiðimenn settu í 17 laxa í gær og þar af var góður hluti af því smálax. Hitch-ið hefur verið að gefa meirihlutann af laxinum í sumar og var enginn breyting á því í gær. Veiði 12.7.2011 14:30 243 laxar komnir á land í Selá Ein af þeim ám sem er að koma öllum á óvart þessa dagana er Selá í Vopnafirði. Á góðu ári hefur áin verið að skila rétt yfir hundrað löxum fyrstu tvær vikurnar en núna eru laxarnir orðnir 243! Það er frábær veiði þegar við tökum það inní myndina að aðeins er veitt á 4 stangir á þessum tíma. Veiði 12.7.2011 13:15 103 sm stórlax af Hrauni Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Veiði 12.7.2011 09:59 Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Veiði 12.7.2011 09:55 Góð urriðaveiði fyrir norðan Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga. Veiði 12.7.2011 09:51 Fréttir úr Ytri Rangá Ytri Rangá skilaði 13 löxum á sunnudag og tveir í viðbót veiddust í Hólsá. Að sögn Matta veiðivarðar í ánni var einhver reitingur í morgun og misstu veiðimenn meðal annars vænan lax, líklegast um 80 cm langan, á veiðistaðnum Djúpós. Veiði 11.7.2011 16:15 Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Veiði 11.7.2011 15:42 Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Vesturröst hefurtryggt sér umboð fyrir Federal ,CCI og American Eagle skot og hafa þeir fengið nýja sendingu af þeim og ein nákvæmustu verksmiðju hlöðnu skot sem hægt er að fá í dag Federal Premium í nokkrum caliberum. Veiði 11.7.2011 15:38 Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiðimenn sem eru á leið í Laxá í Aðaldal á næstunni ættu að líta í nýjustu Veiðifréttir SVFR en þar er að finna ítarlegt viðtal við Guðlaug Lárusson, stórveiðimann. Laxá í Aðaldal er hans heimavöllur og þar hefur hann dregið þá marga stóra í gegnum tíðina. Veiði 11.7.2011 15:19 Um 40 laxar komnir úr Korpu Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Veiði 11.7.2011 10:43 Svalbarðsá komin í 37 laxa Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Veiði 11.7.2011 10:04 Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiði 11.7.2011 10:02 Metfiskur í Mývatnssveit Frétt af Vötn og veiði. Metfiskur veiddist í Laxá í Mývatnssveit í morgun. 80 cm ferlíki sem rétti upp öngulinn um leið og hann smaug ofan í háfinn! Þetta er lengsti urriði sem veiðst hefur í Laxá á þessum slóðum, en ekki þó sá þyngsti. Veiði 10.7.2011 12:33 Svartá komin í 12 laxa Heildartalan í Svartá er kominn uppí tólf laxa að sögn Vignis Björnssonar veiðivarðar. Fiskanir eru vænlegir tveggja ára laxar, frá 7-10 pund, og hafa þeir flestir komið á Sunray shadow, Svarta Francis og Þýska snældu. Eins og áður eru helstu veiðistaðirnir sem eru að gefa Ármót, Brúnarhylur og Krókeyrarhylur. Veiði 10.7.2011 12:29 Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa! Veiði 10.7.2011 12:23 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 94 ›
Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum. Veiði 15.7.2011 11:08
54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum. Veiði 14.7.2011 16:18
Mjög gott í Straumunum og Norðurá Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Veiði 14.7.2011 14:58
Mikið líf í Elliðaánum Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Veiði 14.7.2011 14:33
Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Veiði 14.7.2011 13:43
Norðurá efst með 810 laxa Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Veiði 14.7.2011 11:52
Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið. Veiði 14.7.2011 09:11
Blanda að ná 400 löxum Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag. Veiði 13.7.2011 14:37
Góður gangur í Korpu Ottó Markússon og félagar voru við veiðar í Korpu í blíðunni föstudaginn 8. Júlí. Fengu þeir kvótann eða 8 laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Laxana fengu þeir í Holunni, Efri rennum, Blika, Breiðunni og Símastreng. Að sögn Ottós eru fiskar komir upp ánna og í stíflunni hafa sést fiskar. Veiði 13.7.2011 13:06
Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Veiði 13.7.2011 09:51
Veiðisaga úr Hólsá Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiði 13.7.2011 09:20
Ytri að bæta sig á hverjum degi Ytri Rangá er að skila sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í morgun voru tíu laxar komnir á land í sterkri austanátt en allt veiddist á efri svæðunum, en við þessar aðstæður er erfitt að veiða á neðri hluta árinnar. Veiði 13.7.2011 09:16
Langá loksins að fá stóru göngurnar? Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Veiði 13.7.2011 09:13
Rólegt í Veiðivötnum Áfram var frekar rólegt í 3. viku. Aðeins komu 2042 fiskar á land. Það þarf að fara fjögur ár aftur í tímann til að sjá álíka veiði. Mest veiddist í Litlasjó, 340 fiskar. Smábleikjuvötnin Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn og Nýjavatn gáfu góða veiði. Hástökkvari vikunnar var Litla Skálavatn. Þar veiddust 226 urriðar, allt að 8,5 pd þungir. Veiði 12.7.2011 15:38
Lifnar yfir Syðri Brú Við heyrðum í Búa Gíslasyni veiðimanni sem var við veiðar í Syðri Brú í morgun ásamt veiðifélaga. Þeir félagarnir voru búnir að setja í tvo laxa um 6-7 pundið og báðir grálúsugir. Veiði 12.7.2011 14:39
17 laxar úr Víðidalsá í gær Góðar fréttir bárust úr Víðidalsá í dag en veiðimenn settu í 17 laxa í gær og þar af var góður hluti af því smálax. Hitch-ið hefur verið að gefa meirihlutann af laxinum í sumar og var enginn breyting á því í gær. Veiði 12.7.2011 14:30
243 laxar komnir á land í Selá Ein af þeim ám sem er að koma öllum á óvart þessa dagana er Selá í Vopnafirði. Á góðu ári hefur áin verið að skila rétt yfir hundrað löxum fyrstu tvær vikurnar en núna eru laxarnir orðnir 243! Það er frábær veiði þegar við tökum það inní myndina að aðeins er veitt á 4 stangir á þessum tíma. Veiði 12.7.2011 13:15
103 sm stórlax af Hrauni Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Veiði 12.7.2011 09:59
Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Veiði 12.7.2011 09:55
Góð urriðaveiði fyrir norðan Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga. Veiði 12.7.2011 09:51
Fréttir úr Ytri Rangá Ytri Rangá skilaði 13 löxum á sunnudag og tveir í viðbót veiddust í Hólsá. Að sögn Matta veiðivarðar í ánni var einhver reitingur í morgun og misstu veiðimenn meðal annars vænan lax, líklegast um 80 cm langan, á veiðistaðnum Djúpós. Veiði 11.7.2011 16:15
Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Veiði 11.7.2011 15:42
Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Vesturröst hefurtryggt sér umboð fyrir Federal ,CCI og American Eagle skot og hafa þeir fengið nýja sendingu af þeim og ein nákvæmustu verksmiðju hlöðnu skot sem hægt er að fá í dag Federal Premium í nokkrum caliberum. Veiði 11.7.2011 15:38
Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiðimenn sem eru á leið í Laxá í Aðaldal á næstunni ættu að líta í nýjustu Veiðifréttir SVFR en þar er að finna ítarlegt viðtal við Guðlaug Lárusson, stórveiðimann. Laxá í Aðaldal er hans heimavöllur og þar hefur hann dregið þá marga stóra í gegnum tíðina. Veiði 11.7.2011 15:19
Um 40 laxar komnir úr Korpu Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Veiði 11.7.2011 10:43
Svalbarðsá komin í 37 laxa Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Veiði 11.7.2011 10:04
Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiði 11.7.2011 10:02
Metfiskur í Mývatnssveit Frétt af Vötn og veiði. Metfiskur veiddist í Laxá í Mývatnssveit í morgun. 80 cm ferlíki sem rétti upp öngulinn um leið og hann smaug ofan í háfinn! Þetta er lengsti urriði sem veiðst hefur í Laxá á þessum slóðum, en ekki þó sá þyngsti. Veiði 10.7.2011 12:33
Svartá komin í 12 laxa Heildartalan í Svartá er kominn uppí tólf laxa að sögn Vignis Björnssonar veiðivarðar. Fiskanir eru vænlegir tveggja ára laxar, frá 7-10 pund, og hafa þeir flestir komið á Sunray shadow, Svarta Francis og Þýska snældu. Eins og áður eru helstu veiðistaðirnir sem eru að gefa Ármót, Brúnarhylur og Krókeyrarhylur. Veiði 10.7.2011 12:29
Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa! Veiði 10.7.2011 12:23
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent