Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 0-1 | KA eina liðið utan Pepsi-deildarinnar í átta-liða úrslitum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2015 12:20 1. deildarlið KA varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Breiðablik að velli í sumar er liðið sótti 1-0 sigur í Kópavoginn í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Akureyringar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leikinn var Breiðablik talsvert sigurstranglegra. Liðið hafði ekki tapað leik í Pepsi-deildinni og spilað frábæran fótbolta í síðustu leikjum. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, tók þá ákvörðun að hvíla nokkra lykilmenn, á borð við Oliver Sigurjónsson og Höskuld Gunnlaugsson, enda erfiður útileikur gegn FH á sunnudaginn í deildinni. KA mönnum var fyrir tímabilið spáð þráðbeint upp í Pepsi-deildina en eitthvað hefur vélin hökt í fyrstu leikjum tímabilsins. Liðið er með ellefu stig í fimmta sæti eftir sex leiki og hefur fengið átta mörk á sig. Það voru því flestir sem bjuggust við sæmilega þægilegum sigri Blika fyrir leikinn. Annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur var jafn og náði hvorugt liðið algerum yfirburðum. Hættulegri færin voru frá heimamönnum en þeir náðu ekki að nýta sér þau. Til að mynda átti Ellert Hreinsson góða tilraun úr vítateignum en Srdjan Rajkovic sá við honum. Framan af bauð síðari hálfleikur upp á það sama og fyrri. Fátt var að frétta og virtist sem liðin væru nánast sátt með að leikurinn yrði markalaus. Það breyttist í kjölfar þess að Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á en hann virkaði sem vítamínssprauta í sóknarleik Breiðabliks. Þegar korter lifði leiks opnaðist hann talsvert og bæði lið reyndu að sækja. Um tíma virtist sem heimamenn ætluðu að klára leikinn í venjulegum tíma og einhverjir gerðu því í skóna að Rajkovic gæti átt þátt í því marki en svo varð ekki. Rajko hélt hreinu þrátt fyrir að hafa í tvígang verið nálægt því að fá mark á sig eftir að hafa ekki haldið boltanum í fyrstu tilraun. Gestirnir voru nálægt því að skora á lokamínútunum þegar þeir áttu skot í stöng eftir aukaspyrnu en það var það næsta sem þeir komust. Það var enn markalaust þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, ágætur dómari leiksins, gaf til kynna að venjulegur leiktími væri liðinn og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni voru Blikar enn líklegir. Hornspyrnum þeirra rigndi á köflum yfir Akureyringa en grænklæddir fengu alls þrettán hornspyrnur. Þeir náðu ekki að færa sér neina þeirra í nyt. KA menn voru þéttir til baka og reyndu að sækja hratt þegar færi gafst og það plan þeirra gekk upp á 98. mínútu. Skyndilega var Halldór Hermann Jónsson kominn á hægri vænginn, sendi boltann fyrir og unglingalandsliðsmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson náði að stanga hann í netið. Eftir markið var leikurinn nær einstefna í átt að marki gestanna. Blikana skorti ekki færin til að klára dæmið en þegar upp var staðið þá reyndist öldungurinn Rajkovic þeim erfiður. Í þrígang reyndist Rajkovic bjargvættur er hann varði stórkostlega, stundum oft í sömu sókninni. Niðurstaðan varð því sú að það verða KA menn sem voru í pottinum þegar dregið verður á morgun en ekki Breiðablik. Það er erfitt að segja að sigurinn hafi verið hundrað prósent sanngjarn en það verður ekki tekið af gulum að þeir gáfu hvern einasta bensíndropa í leikinn. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Ævari Inga elta Kristin Jónsson upp og niður vænginn og vera fyrstan til baka í hvert skipti sem Breiðablik fékk séns á að sækja hratt. Þrátt fyrir það fann hann alltaf hjá sér í einhverjum varatanki örlitla orku til að taka sprettinn og setja allt í bál og brand í vörn heimamanna. Framlag varnarlínunnar var einnig gott en það er ljóst að KA hefði ekki sigrað leikinn ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Rajkovic í markinu. Í gegnum tíðina hefur það ekki verið fyrir hjartveika að fylgjast með tilburðum Rajko en í dag sýndi hann hvað hann getur. Vörslurnar hans voru stórkostlegar og það sem dróg fiskinn á land í dag. Blikar eru ábyggilega svekktir með niðurstöðuna. Þeir hafa oft spilað betur en það er erfitt að halda því fram að þeir hafi spilað sérstaklega illa. Færin til að klára leikinn voru til staðar en þeim mistókst að nýta þau og ég skal hundur heita ef handarbök Ellerts Hreinssonar verða ekki útnöguð þegar hann fer að sofa í kvöld. Framundan hjá liðinu er erfiður útileikur gegn FH á sunnudaginn og það er spurning hvort það muni sjást á liðinu að það hafi leikið 120 mínútur í dag. Eitt er víst að það voru KA menn sem fóru glaðlyndari af velli í dag og sennilegt að þeir muni brosa alla leiðina til Akureyrar. Þeir verða í pottinum á morgun og það sem meira er, þeir eru eina 1. deildarliðið sem enn er í keppninni. Arnar Grétars: Í raun versta mögulega niðurstaðan„Þetta var enginn krísufundur, við vorum bara að ræða saman,“ sagði vonsvikinn Arnar Grétarsson enda lærisveinar hans úr leik. „Þetta kom okkur ekkert á óvart. Þú verður að nýta færin sem þú færð og við fengum þau nokkur í dag. Það sem skildi á milli var að þeir komu tuðrunni í netið en ekki við.“ Arnar hvíldi nokkra menn sem hafa verið fastamenn í liði hans það sem af er sumri. Hann vill ekki meina að um nokkurt vanmat hafi verið að ræða. „Alls ekki. Hjá okkur eru menn sem hafa spilað marga leiki og ef þeir hefðu ekki hvílt þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudag. Hópurinn okkar er það stór að liðið veikist ekki neitt við að hvíla nokkra menn.“ „KA menn eiga heiður skilinn. Þeir komu hingað og börðust um hvern einasta bolta og hverja einustu tæklingu. Ég verð samt að segja að mér fannst við eiga meira skilið og það er með ólíkindum að við höfum ekki skorað. Ég væri að ljúga að þér ef ég segðist ekki vera drullusvekktur.“ Á sunnudag á liðið stórleik gegn toppliði Pepsi-deildarinnar en aðeins eitt stig skilur liðin að í deildinni. Það telst ekki óskastaða að mæta í slíkan leik eftir að hafa klárað extra hálftíma af knattspyrnu. „Auðvitað hefði ég viljað klára leikinn á níutíu mínútum að fara áfram og þetta er í raun versta mögulega niðurstaðan. Ég hef ekki áhyggjur af þolinu heldur aðallega af hausnum. Við verðum að núllstilla okkur og koma hausnum í lag fyrir næsta leik.“ Aðspurður um hvort stæði til að fjölga í framlínunni í leikmannaglugganum svaraði Arnar að það hefði legið lengi fyrir að von væri á einum leikmanni. „Við höfum ekki farið leynt með það að við ætlum að styrkja hópinn og við erum að vinna í því. Hver það verður á eftir að koma í ljós en það kemur einhver í glugganum.“Bjarni Jó: Rajko bjargaði leiknum fyrir okkur„Þetta var heilsteyptur leikur hjá okkur alveg frá upphafi,“ sagði vígreifur Bjarni Jóhannsson í lok leiks. „Við vorum kjarkaðir og náðum ágætis takti í okkar leik. Í venjulegum leiktíma fengum við ekki mjög mörg færi á okkur.“ Heil deild skilur liðin að og fyrir leik var talið að það yrði á brattan að sækja fyrir gulklædda norðanmenn. „Til að vinna Blika, og hvað þá í framlengingu, þá þarftu smá heppni. Við fengum frábærar vörslur frá Rajko í lokin og þær björguðu leiknum fyrir okkur. Hann var í banastuði í restina.“ „Við höfum hraða menn í okkar liði sem geta stigið á boltann. Í hálfleik ræddum við um að við þyrftum að stíga betur á hann og ég held það hafi tekist ágætlega. Við náðum að færa liðið upp öðru hvoru en það að vera fastur í skotgröfunum hefði verið dauðadómur gegn liði á borð við Breiðablik.“ Líkt og áður hefur verið komið inn á hefur KA mönnum ekki gengið jafn vel og menn bjuggust við í upphafi tímabils. Bjarni vonast til að leikurinn í dag geti orðið ákveðinn vendipunktur. „Það er vonandi að menn komi betur stemdir í verkefnið á næstunni. Við höfum spilað þokkalega en hlutirnir hafa ekki dottið með okkur þar til í dag. En leikurinn í dag gefur engin stig, bara það að vera áfram í pottinum.“Ævar Ingi: Búinn að vera góður sólarhringur„Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“ „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“Arnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánNýstúdentinn skoraði sigurmark KA-manna.vísir/stefánVísir/StefánBjarni fagnaði sigri á sínum gömlu félögum en hann hefur stýrt Breiðabliki í tvígang á þjálfaraferlinum.vísir/stefán Íslenski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
1. deildarlið KA varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Breiðablik að velli í sumar er liðið sótti 1-0 sigur í Kópavoginn í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Akureyringar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leikinn var Breiðablik talsvert sigurstranglegra. Liðið hafði ekki tapað leik í Pepsi-deildinni og spilað frábæran fótbolta í síðustu leikjum. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, tók þá ákvörðun að hvíla nokkra lykilmenn, á borð við Oliver Sigurjónsson og Höskuld Gunnlaugsson, enda erfiður útileikur gegn FH á sunnudaginn í deildinni. KA mönnum var fyrir tímabilið spáð þráðbeint upp í Pepsi-deildina en eitthvað hefur vélin hökt í fyrstu leikjum tímabilsins. Liðið er með ellefu stig í fimmta sæti eftir sex leiki og hefur fengið átta mörk á sig. Það voru því flestir sem bjuggust við sæmilega þægilegum sigri Blika fyrir leikinn. Annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur var jafn og náði hvorugt liðið algerum yfirburðum. Hættulegri færin voru frá heimamönnum en þeir náðu ekki að nýta sér þau. Til að mynda átti Ellert Hreinsson góða tilraun úr vítateignum en Srdjan Rajkovic sá við honum. Framan af bauð síðari hálfleikur upp á það sama og fyrri. Fátt var að frétta og virtist sem liðin væru nánast sátt með að leikurinn yrði markalaus. Það breyttist í kjölfar þess að Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á en hann virkaði sem vítamínssprauta í sóknarleik Breiðabliks. Þegar korter lifði leiks opnaðist hann talsvert og bæði lið reyndu að sækja. Um tíma virtist sem heimamenn ætluðu að klára leikinn í venjulegum tíma og einhverjir gerðu því í skóna að Rajkovic gæti átt þátt í því marki en svo varð ekki. Rajko hélt hreinu þrátt fyrir að hafa í tvígang verið nálægt því að fá mark á sig eftir að hafa ekki haldið boltanum í fyrstu tilraun. Gestirnir voru nálægt því að skora á lokamínútunum þegar þeir áttu skot í stöng eftir aukaspyrnu en það var það næsta sem þeir komust. Það var enn markalaust þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, ágætur dómari leiksins, gaf til kynna að venjulegur leiktími væri liðinn og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni voru Blikar enn líklegir. Hornspyrnum þeirra rigndi á köflum yfir Akureyringa en grænklæddir fengu alls þrettán hornspyrnur. Þeir náðu ekki að færa sér neina þeirra í nyt. KA menn voru þéttir til baka og reyndu að sækja hratt þegar færi gafst og það plan þeirra gekk upp á 98. mínútu. Skyndilega var Halldór Hermann Jónsson kominn á hægri vænginn, sendi boltann fyrir og unglingalandsliðsmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson náði að stanga hann í netið. Eftir markið var leikurinn nær einstefna í átt að marki gestanna. Blikana skorti ekki færin til að klára dæmið en þegar upp var staðið þá reyndist öldungurinn Rajkovic þeim erfiður. Í þrígang reyndist Rajkovic bjargvættur er hann varði stórkostlega, stundum oft í sömu sókninni. Niðurstaðan varð því sú að það verða KA menn sem voru í pottinum þegar dregið verður á morgun en ekki Breiðablik. Það er erfitt að segja að sigurinn hafi verið hundrað prósent sanngjarn en það verður ekki tekið af gulum að þeir gáfu hvern einasta bensíndropa í leikinn. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Ævari Inga elta Kristin Jónsson upp og niður vænginn og vera fyrstan til baka í hvert skipti sem Breiðablik fékk séns á að sækja hratt. Þrátt fyrir það fann hann alltaf hjá sér í einhverjum varatanki örlitla orku til að taka sprettinn og setja allt í bál og brand í vörn heimamanna. Framlag varnarlínunnar var einnig gott en það er ljóst að KA hefði ekki sigrað leikinn ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Rajkovic í markinu. Í gegnum tíðina hefur það ekki verið fyrir hjartveika að fylgjast með tilburðum Rajko en í dag sýndi hann hvað hann getur. Vörslurnar hans voru stórkostlegar og það sem dróg fiskinn á land í dag. Blikar eru ábyggilega svekktir með niðurstöðuna. Þeir hafa oft spilað betur en það er erfitt að halda því fram að þeir hafi spilað sérstaklega illa. Færin til að klára leikinn voru til staðar en þeim mistókst að nýta þau og ég skal hundur heita ef handarbök Ellerts Hreinssonar verða ekki útnöguð þegar hann fer að sofa í kvöld. Framundan hjá liðinu er erfiður útileikur gegn FH á sunnudaginn og það er spurning hvort það muni sjást á liðinu að það hafi leikið 120 mínútur í dag. Eitt er víst að það voru KA menn sem fóru glaðlyndari af velli í dag og sennilegt að þeir muni brosa alla leiðina til Akureyrar. Þeir verða í pottinum á morgun og það sem meira er, þeir eru eina 1. deildarliðið sem enn er í keppninni. Arnar Grétars: Í raun versta mögulega niðurstaðan„Þetta var enginn krísufundur, við vorum bara að ræða saman,“ sagði vonsvikinn Arnar Grétarsson enda lærisveinar hans úr leik. „Þetta kom okkur ekkert á óvart. Þú verður að nýta færin sem þú færð og við fengum þau nokkur í dag. Það sem skildi á milli var að þeir komu tuðrunni í netið en ekki við.“ Arnar hvíldi nokkra menn sem hafa verið fastamenn í liði hans það sem af er sumri. Hann vill ekki meina að um nokkurt vanmat hafi verið að ræða. „Alls ekki. Hjá okkur eru menn sem hafa spilað marga leiki og ef þeir hefðu ekki hvílt þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudag. Hópurinn okkar er það stór að liðið veikist ekki neitt við að hvíla nokkra menn.“ „KA menn eiga heiður skilinn. Þeir komu hingað og börðust um hvern einasta bolta og hverja einustu tæklingu. Ég verð samt að segja að mér fannst við eiga meira skilið og það er með ólíkindum að við höfum ekki skorað. Ég væri að ljúga að þér ef ég segðist ekki vera drullusvekktur.“ Á sunnudag á liðið stórleik gegn toppliði Pepsi-deildarinnar en aðeins eitt stig skilur liðin að í deildinni. Það telst ekki óskastaða að mæta í slíkan leik eftir að hafa klárað extra hálftíma af knattspyrnu. „Auðvitað hefði ég viljað klára leikinn á níutíu mínútum að fara áfram og þetta er í raun versta mögulega niðurstaðan. Ég hef ekki áhyggjur af þolinu heldur aðallega af hausnum. Við verðum að núllstilla okkur og koma hausnum í lag fyrir næsta leik.“ Aðspurður um hvort stæði til að fjölga í framlínunni í leikmannaglugganum svaraði Arnar að það hefði legið lengi fyrir að von væri á einum leikmanni. „Við höfum ekki farið leynt með það að við ætlum að styrkja hópinn og við erum að vinna í því. Hver það verður á eftir að koma í ljós en það kemur einhver í glugganum.“Bjarni Jó: Rajko bjargaði leiknum fyrir okkur„Þetta var heilsteyptur leikur hjá okkur alveg frá upphafi,“ sagði vígreifur Bjarni Jóhannsson í lok leiks. „Við vorum kjarkaðir og náðum ágætis takti í okkar leik. Í venjulegum leiktíma fengum við ekki mjög mörg færi á okkur.“ Heil deild skilur liðin að og fyrir leik var talið að það yrði á brattan að sækja fyrir gulklædda norðanmenn. „Til að vinna Blika, og hvað þá í framlengingu, þá þarftu smá heppni. Við fengum frábærar vörslur frá Rajko í lokin og þær björguðu leiknum fyrir okkur. Hann var í banastuði í restina.“ „Við höfum hraða menn í okkar liði sem geta stigið á boltann. Í hálfleik ræddum við um að við þyrftum að stíga betur á hann og ég held það hafi tekist ágætlega. Við náðum að færa liðið upp öðru hvoru en það að vera fastur í skotgröfunum hefði verið dauðadómur gegn liði á borð við Breiðablik.“ Líkt og áður hefur verið komið inn á hefur KA mönnum ekki gengið jafn vel og menn bjuggust við í upphafi tímabils. Bjarni vonast til að leikurinn í dag geti orðið ákveðinn vendipunktur. „Það er vonandi að menn komi betur stemdir í verkefnið á næstunni. Við höfum spilað þokkalega en hlutirnir hafa ekki dottið með okkur þar til í dag. En leikurinn í dag gefur engin stig, bara það að vera áfram í pottinum.“Ævar Ingi: Búinn að vera góður sólarhringur„Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“ „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“Arnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánNýstúdentinn skoraði sigurmark KA-manna.vísir/stefánVísir/StefánBjarni fagnaði sigri á sínum gömlu félögum en hann hefur stýrt Breiðabliki í tvígang á þjálfaraferlinum.vísir/stefán
Íslenski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira