Fréttir Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56 Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16 Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29 Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02 Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01 Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41 Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19 Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01 Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13 Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59 700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54 Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37 Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59 Rútuslys í Rangárþingi og óvissa um brottflutning palestínsks drengs Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta þegar rúta valt í Rangárþingi ytra í gær með 27 innanborðs. Sjö voru fluttir á Landspítala með þyrlum en líðan þeirra er sögð stöðug. Rætt verður við yfirlögregluþjón í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.5.2024 11:30 Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01 Malbika hægri akrein Reykjanesbrautar á morgun Vegagerðin stefnir á að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Vogaveg og Grindavíkurveg á morgun. Innlent 26.5.2024 10:50 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. Erlent 26.5.2024 10:15 Áfengissala, forsetakosningar og neytendamál Að vanda er dagskráin fjölbreytt í Sprengisandi í dag. Rætt verður um Gasa, áfengissölu, neytendamál og auðvitað forsetakosningarnar. Innlent 26.5.2024 09:45 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Innlent 26.5.2024 08:34 Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26.5.2024 07:50 Grunaður um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni sem hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra. Innlent 26.5.2024 07:30 Um 18 stig á Norðausturlandi í dag Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi. Veður 26.5.2024 07:13 „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Innlent 25.5.2024 23:26 Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26 Allir um borð í rútunni Íslendingar Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Innlent 25.5.2024 20:49 Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Innlent 25.5.2024 19:53 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56
Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16
Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29
Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01
Átta á sjúkrahúsi eftir mikla ókyrrð Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Erlent 26.5.2024 16:41
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19
Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01
Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01
Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13
Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59
700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert. Erlent 26.5.2024 13:54
Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. Erlent 26.5.2024 11:59
Rútuslys í Rangárþingi og óvissa um brottflutning palestínsks drengs Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta þegar rúta valt í Rangárþingi ytra í gær með 27 innanborðs. Sjö voru fluttir á Landspítala með þyrlum en líðan þeirra er sögð stöðug. Rætt verður við yfirlögregluþjón í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.5.2024 11:30
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01
Malbika hægri akrein Reykjanesbrautar á morgun Vegagerðin stefnir á að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Vogaveg og Grindavíkurveg á morgun. Innlent 26.5.2024 10:50
Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. Erlent 26.5.2024 10:15
Áfengissala, forsetakosningar og neytendamál Að vanda er dagskráin fjölbreytt í Sprengisandi í dag. Rætt verður um Gasa, áfengissölu, neytendamál og auðvitað forsetakosningarnar. Innlent 26.5.2024 09:45
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Innlent 26.5.2024 08:34
Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26.5.2024 07:50
Grunaður um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni sem hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra. Innlent 26.5.2024 07:30
Um 18 stig á Norðausturlandi í dag Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi. Veður 26.5.2024 07:13
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Innlent 25.5.2024 23:26
Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. Innlent 25.5.2024 21:26
Allir um borð í rútunni Íslendingar Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Innlent 25.5.2024 20:49
Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Innlent 25.5.2024 19:53