„Stórsigur fyrir réttlæti“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. ágúst 2025 12:46 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent