„Stórsigur fyrir réttlæti“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. ágúst 2025 12:46 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira