Enski boltinn

Jafnt í slagnum um Manchester

Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Enski boltinn

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Enski boltinn

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Enski boltinn

Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt

Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM

Enski boltinn

United íhugar að reka Ronaldo

Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan.

Enski boltinn