Fótbolti

Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu

Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi.

Enski boltinn

Hareide á­nægður með vista­skipti Sverris Inga

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er hæstánægður með vistaskipti Sverris Inga Ingasonar. Danska félagið Midtjylland festi kaup á miðverðinum nýverið og kynnti hann til leiks með áhugaverðu myndbandi fyrr í dag.

Fótbolti

Spán­verjar gengu frá Grikkjum strax í upp­hafi

Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Fótbolti

Sunneva kemur inn fyrir Áslaugu Mundu

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gert þriðju breytinguna á landsliðshópnum síðan hann var kynntur á dögunum. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Fótbolti