Innlent

Land risið um sjö senti­metra

Frá 27. október hefur land risið um sjö sentimetra samkvæmt GPS-mælistöð á fjallinu Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um fimm kílómetra dýpi.

Innlent

Birta leið­beiningar til í­búa á Reykja­nesi

Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um skjálftavirknina á Reykjanesi og rýmingaráætlun sem gefin hefur verið út fyrir íbúa Grindavíkur komi til eldgoss í nágrenni bæjarins.

Innlent

Á­minning til bæklunarlæknis felld úr gildi

Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð.

Innlent

Segir Vest­firðinga óttast að gagn­rýna fisk­eldi

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi.

Innlent

Ró­legt yfir skjálfta­mælum í nótt

Vakthafandi náttúrúvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að nóttin hafi verið róleg þegar kemur að skjálftavirkninni á Reykjanesi, í það minnsta miðað við síðustu nætur. 

Innlent

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Innlent

Rýmingaráætlun fyrir Grinda­vík komin út

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Við sýnum frá fundinum og förum yfir stöðuna hið ytra.

Innlent

„Þetta er kvikusöfnun á fárra kíló­metra dýpi, það er ekkert grín“

„Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi.

Innlent