Lífið

Ljósin kveikt á jóla­kettinum

Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög. 

Lífið

Myndir af Frið­riki með Genovevu á Spáni vekja at­hygli

Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti.

Lífið

Arna Ýr og Vignir eiga von á stúlku

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Vigni Þór Bollasyni, kírópraktor. Parið tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að von sé á stúlku.

Lífið

Fullur salur af lög­­mönnum á hár­beittum ein­­leik

„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 

Lífið

Snoop Dogg hættur að reykja

Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Lífið

Jóhann er 83 ára og sjóðandi heitur á Tinder

Þeir Jóhann Scheihter og Einar Baldvin Brimar bjuggu saman í íbúð í þrjá daga síðasta sumar. Jóhann er fæddur árið 1940 og starfar sem leiðsögumaður. Einar Baldvin er 25 ára heimsspeki- og laganemi, og þjálfar einnig ungt fólk í fótbolta.

Lífið

Emm­sjé Gauti á leið í uppi­stand

Uppistandssýningin Púðursykur hefur notið mikilla vinsælda en hún er sýnd í Sykursalnnum í Vatnsmýri. Óvæntur gestur mun stíga á svið en hann er þekktur fyrir allt annað en uppistand.

Lífið

Ætla taka öll gömlu Frostrósarlögin

Fyrir þrettán árum komu þær Margrét Eir Hönnudóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir saman til að halda jólatónleika sem slógu í gegn en um er að ræða Frostrósartónleikana vinsælu á sínum tíma.

Lífið

Mjúk lending í karla­ríkinu á Kefla­víkur­flug­velli

Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu.

Lífið

Tommy Lee var sjúkur í Ragn­hildi Steinunni

Magni Ásgeirsson spilar í tíu hljómsveitum samhliða kennslustörfum en hefur minnkað álagið eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í sumar. Hann á langan feril að baki og má segja að hann hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu með þátttöku sinni í raunveruleikaþáttunum Rock star: Supernova fyrir hart nær tveimur áratugum.

Lífið

„Saman erum við náttúru­afl“

Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

Lífið

„Við rifumst og áttum okkar mo­ment“

Söngkonan Klara Elías segir að samkeppni hafi verið mikil innan hljómsveitarinnar Nylon á árum áður. Stelpurnar hafi rifist og átt sín móment. Þeim hafi þó tekist að vinna hratt úr ágreiningi.

Lífið

Sunn­lensk ung­menni unnu Skjálftann

Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. 

Lífið

Biggi lögga og Sísi gengin í hnapp­helduna

Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísí Ingólfsdóttir listakona gengu í hnapphelduna liðna helgi í Fríkirkjunni í Reykjavík. Bjarni Sæmundsson, leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf parið saman í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina.

Lífið

Ekki þurr þráður í brúð­kaupi Lóu Pind og Jónasar

„Dagurinn var gjörsamlega fullkominn,“ segir sjónvarpskonan og hin nýgifta Lóa Pind sem giftist Jónasi Valdimarssyni við hátíðlega og fjöruga athöfn í Iðnó síðastliðið laugardagskvöld, þann 11.11.23. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. 

Lífið

„Nafnið Verona hefur sterka þýðingu í hugum okkar eig­enda“

Verslun fjölmiðlakonunnar, Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hauks Inga Guðnasonar og vinahjónanna, Martinu Vigdísar Nardini og Jóns Helga Erlendssonar, hefur fengið nafnið Verona. Í Verona sameinast tvær rótgrónar verslanir; Duxiana og Gegnum glerið sem voru áður í Ármúla 10 um árabil. Ný verslun opnar í dag við Ármúla 17.

Lífið