Lífið

„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“

„Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember.

Lífið

„Mystísk en um leið svo mann­leg“

„Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar.

Tónlist

Ástarlag til löngu strætóferðanna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf.

Tónlist

Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ást­fanginn

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn.

Lífið

Myrkur veru­leiki ópíóðafaraldurs í Reykja­vík sögu­svið nýrrar bókar

„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Lífið samstarf

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið

Matar­boð með fyrir­vara um eld­gos

Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi.

Lífið

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 

Tíska og hönnun

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Lífið

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir

Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Lífið

Var með fæðingar­þung­lyndi í rúm átta ár

Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi.

Lífið