Sport

Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur

Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt.

Sport

Marlena er sigur­vegari Bakgarðshlaupsins

Áttunda Bakgarðshlaupið fór fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu og margir af sterkustu hlaupurum landsins tóku þátt. Fylgst var með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan.

Sport

Dag­skráin í dag: Íslendingaslagur af bestu gerð

Óhætt er að segja að laugardagarnir hafi oft verið viðburðarríkari á sportstöðvum Stöðvar 2 heldur en raunin er í dag en þó er þar að finna ansi áhugaverða íþróttaviðburði sem gaman verður að fylgjast með. 

Sport

Fergu­son saknar fót­boltans

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og goðsögn í sögu félagsins sem og knattspyrnusögunnar, segist stundum sakna þess að starfa í kringum knattspyrnu. 

Enski boltinn

Heims­meistaranum refsað fyrir notkun blóts­yrðis

Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin.

Formúla 1

Stöðvuðu bar­daga Val­gerðar

Valgerður Guðsteinsdóttir,  eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman.

Sport