Sport

Draumadeildin staðið undir væntingum

Handboltamanninn Blæ Hinriksson dreymdi lengi um að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Sá draumur hefur nú ræst og hann segir að draumadeildin hafi staðið undir væntingum. Blær bíður þó óþreyjufullur eftir fyrsta sigrinum með Leipzig sem hefur farið illa af stað á tímabilinu.

Handbolti

Dag­skráin í dag: Tekur Ís­land stórt skref í átt að HM?

Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik.

Sport

„Mjög stoltur af liðinu“

Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, hrósaði sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 89-115, í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur Ármenninga í efstu deild í 44 ár.

Körfubolti

Háspenna þegar Sel­foss fékk sín fyrstu stig

Selfoss og Stjarnan mættust í kvöld í leik einu liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta sem enn voru stigalaus eftir fjórar umferðir. Selfyssingar skildu Stjörnuna eftir á botninum með 29-28 sigri í háspennuleik.

Handbolti

Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM

Á meðan að strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu undirbúa stórleikinn við Úkraínu annað kvöld, í baráttu sinni um sæti á HM 2026, eru tuttugu þjóðir þegar búnar að tryggja sér farseðilinn á mótið.

Fótbolti