Sport

Sturluð stað­reynd um af­rek Ey­glóar

Eygló Fanndal Sturludóttir skráði sig rækilega í sögubækurnar með fyrsta Evrópumeistaratitli Íslendings í ólympískum lyftingum á skírdag. Afrek hennar er enn stærra þegar horft er til annarra þyngdarflokka á mótinu.

Sport

Kallaði sig hálf­vita eftir á­reksturinn

Bretinn Lando Norris klúðraði heldur betur málum og kallaði sjálfan sig „hálfvita“ (e. idiot) eftir að hafa klesst McLaren-bílinn sinn í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Sádi Arabíu í dag.

Formúla 1

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni.

Enski boltinn

Guar­diola segir Meistara­deildarsæti vera nóg

„Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli.

Enski boltinn

„Fráköstin hjá okkur voru hræði­leg“

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með spilamennsku síns liðs í tapinu fyrir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í dag. Keflvíkingar enduðu á að tapa með fimmtán stigum, 95-80, í frekar jöfnum leik.

Körfubolti

„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“

Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan.

Sport

Mc­Tominay hetja Napoli

Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre.

Fótbolti

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn

Tveir fimm­tán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val

Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík.

Íslenski boltinn

Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið

Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma.

Fótbolti