Tónlist

Rokk og ról með bros á vör

Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa.

Tónlist

Glæ­ný plata frá plánetunni Trúpíter

Aron Can sendir frá sér plötuna Trúpíter á miðnætti. Hann segir að platan sé stútfull af smellum sem muni keyra sumarið í gang. Aron segir næstu plötu skammt undan enda sé hann alltaf í stúdíóinu.

Tónlist

Íslenskan hræddi stórstjörnu REM

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, hefur gefið út sitt fyrsta lag af komandi sólóplötu sinni. Þar heyrist í Ken Stringfellow, sem gerði garðinn frægan með REM en hann lagði ekki í íslenskan framburð.

Tónlist

Logandi stuð í Havarí

Hátíðin Sumar í Havarí byrjar nú í lok maí og stendur yfir fram í lok ágúst. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin formlega. Mikið af tónlist og fjöri er komið á blað, meðal annars verður Hæglætishátíð um verslunarmannahelgina.

Tónlist

Eru álfar danskir menn?

Fólk að misheyra texta í þekktum dægurlögum er klassískur brandari. Hljóðfærahúsið skellti í þráð um þetta á Facebook á dögunum og Lífið ákvað að birta hér á prenti nokkur bestu misskilningsdæmin.

Tónlist

Vill frekar gera plötuna eins og maður

Stefáni Jakobssyni tókst að safna sér fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund. Hann ætlar þó að fresta henni til haustsins enda vill hann gera hlutina vel. Eitt sem hann seldi var heimboð í Mývatnssveit og hefur ekki hugmynd hver kemur til hans yfir heila helgi.

Tónlist