15,8 milljónir til íslenskra liða
![](https://www.visir.is/i/18BCB02A4F9F75CBC8DBFBDD2464EF7004FEF51DB92537A45E4D68936B30EAD9_713x0.jpg)
Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut.