Viðskipti erlent

Hafa áhyggjur af dalnum

Fjármálasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru farnir að óttast að bág staða bandaríkjadals ógni efnahagslegum stöðugleika í heiminum. Lágt gengi dollarans er nú farið að koma illa við bandarísk fyrirtæki þar sem viðskiptavinir þeirra borga gjarnan í dollurum. Þetta getur haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst í þróunarlöndum í Afríku og Asíu þar sem hagvöxtur var annars þokkalegur á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×