Stór loforð jafnaðarmanna 30. janúar 2005 00:01 Danskir jafnaðarmenn freista þess að ná til kvenna á ný með því að lofa opinberum starfsmönnum að enginn þeirra missi vinnuna næstu fjögur árin. Í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur. Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur. Sumar kannanir sýna að flokkurinn gæti fengið verstu útreið í 30 ár og formaðurinn, Mogens Lykketoft, er sagður valtur í sessi. Nú hefur hann lagt fram trompið sem á að höfða til kvenna. Flestir opinberir starfsmenn eru konur og Lykketoft lofar þeim starfsöryggi næstu fjögur árin en framundan eru miklar sameiningar á sveitarfélögum og ótti innan opinbera geirans um störf. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra boðaði til þingkosninganna svo snemma því hann taldi nauðsynlegt að gefa svigrúm í samfélaginu fyrir umræðuna um sameiningu sveitarfélaga með vorinu en kosið verður til sveitarstjórna í haust. Rasmussen og aðrir stjórnarleiðtogar hafa þó ekki gengið svo langt sem Lykketoft gerir nú með því að heita starfsöryggi hjá hinu opinbera næstu fjögur árin. Þeir hafa þó sagt að reynt verði að finna störf handa öllum. Lykketoft segir við Jyllands Posten í morgun að suma opinbera starfsmenn geti þó þurft að færa milli starfa en í þeim tilfellum verði fólki tryggð nausynleg eftirmenntun og það feli í sér að áfram verði þörf fyrir alla. Við Politiken í morgun segir hann að flestir opinberir starfsmenn séu konur og staðreyndin sé sú að mörg þúsund störf í opinbera geiranum séu að hverfa og við því þurfi að bregðast. Lykketoft er því ekkert að fela taktíkina. Róttækir vinstri menn og Sósíalski þjóðarflokkurinn styðja hugmynd Lykketofts en Marianne Jelved, formaður róttækra vinstrimanna, hefur fengið góðan byr í seglin í könnunum og gæti farið í meirihlutasamstarf með ríkisstjórnarflokkunum. Hún hefur hins vegar lýst því yfir að hún gangi til þessara kosninga með það að markmiði að skipt verði um stjórn. Má því segja að yfirlýsing flokks hennar og Sósíalska þjóðarflokksins sé sameiginleg rödd stjórnarandstöðu sem vilji ná völdum. Mörg og hástemmd loforð heilla þó ekki alla. Þannig sýnir ný könnun að 45 prósent danskra kjósenda segja minna mark takandi á stjórnmálamönnum í baráttunni nú en fyrir síðustu kosningar árið 2001. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Danskir jafnaðarmenn freista þess að ná til kvenna á ný með því að lofa opinberum starfsmönnum að enginn þeirra missi vinnuna næstu fjögur árin. Í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur. Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær var sagt frá því að níu af hverjum tíu, sem hafa yfirgefið danska Jafnaðarmannaflokkinn í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar, væru konur. Sumar kannanir sýna að flokkurinn gæti fengið verstu útreið í 30 ár og formaðurinn, Mogens Lykketoft, er sagður valtur í sessi. Nú hefur hann lagt fram trompið sem á að höfða til kvenna. Flestir opinberir starfsmenn eru konur og Lykketoft lofar þeim starfsöryggi næstu fjögur árin en framundan eru miklar sameiningar á sveitarfélögum og ótti innan opinbera geirans um störf. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra boðaði til þingkosninganna svo snemma því hann taldi nauðsynlegt að gefa svigrúm í samfélaginu fyrir umræðuna um sameiningu sveitarfélaga með vorinu en kosið verður til sveitarstjórna í haust. Rasmussen og aðrir stjórnarleiðtogar hafa þó ekki gengið svo langt sem Lykketoft gerir nú með því að heita starfsöryggi hjá hinu opinbera næstu fjögur árin. Þeir hafa þó sagt að reynt verði að finna störf handa öllum. Lykketoft segir við Jyllands Posten í morgun að suma opinbera starfsmenn geti þó þurft að færa milli starfa en í þeim tilfellum verði fólki tryggð nausynleg eftirmenntun og það feli í sér að áfram verði þörf fyrir alla. Við Politiken í morgun segir hann að flestir opinberir starfsmenn séu konur og staðreyndin sé sú að mörg þúsund störf í opinbera geiranum séu að hverfa og við því þurfi að bregðast. Lykketoft er því ekkert að fela taktíkina. Róttækir vinstri menn og Sósíalski þjóðarflokkurinn styðja hugmynd Lykketofts en Marianne Jelved, formaður róttækra vinstrimanna, hefur fengið góðan byr í seglin í könnunum og gæti farið í meirihlutasamstarf með ríkisstjórnarflokkunum. Hún hefur hins vegar lýst því yfir að hún gangi til þessara kosninga með það að markmiði að skipt verði um stjórn. Má því segja að yfirlýsing flokks hennar og Sósíalska þjóðarflokksins sé sameiginleg rödd stjórnarandstöðu sem vilji ná völdum. Mörg og hástemmd loforð heilla þó ekki alla. Þannig sýnir ný könnun að 45 prósent danskra kjósenda segja minna mark takandi á stjórnmálamönnum í baráttunni nú en fyrir síðustu kosningar árið 2001.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira