NBA - Línur skýrast í úrslitin 21. apríl 2005 00:01 Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira