Sport

Shevchenko ætlar í úrslitin

NordicPhotos/GettyImages
Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn. "Þetta var erfiður leikur fyrir okkur í gær og ég hljóp eins og óður maður allan leikinn. Við náðum að keyra á hröðum sóknum og markið hans Tomasson var okkur gríðarlega mikilvægt veganesti í leikinn í Hollandi. Það var líka gaman að Tomasson skyldi skora þetta mikilvæga mark okkar, því hann hefur átt erfitt tímabil og nú erum við framherjarnir allir að verða heilir heilsu og það styrkir okkur mikið fyrir úrslitaleikinn," sagði Úkraínumaðurinn markheppni. "Við getum kennt okkur sjálfum um tapið. Við lékum ágætlega í fyrri hálfleik, en gleymdum okkur í eitt augnarblik og þeir refsuðu okkur. Mér finnst ég ekki ýkja þegar ég segi að við höfum ráðið ferðinni í síðari hálfleik. Við fengum fimm færi, en nýttum þau ekki og nú þurfum við að skora tvö mörk á móti þeim í síðari leiknum til að jafna, sem er nær ómögulegt gegn þessu liði," sagði Mark van Bommel hjá PSV, hundfúll eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×