Sport

Egóið mitt stærra en nokkru sinni

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld. "Þegar ég kom til Chelsea var ég nýbúinn að vinna meistaradeildina og þá var egó mitt útblásið. Það er hinsvegar enn meira í dag," sagði stjórinn portúgalski hæðnislega í viðtali við breska fjölmiðla í dag. Hann segist ekki hafa stórar áhyggjur af meiðslum í herbúðum Chelsea, en vitað er að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff er tæpur fyrir undanúrslitaslaginn í kvöld. Arjen Robben gæti komið inn í liðið í stað Duff, en hann er sjálfur nýstiginn upp úr meiðslum. "Chelsea liðið er meira en bara Arjen Robben. Okkur gekk ágætlega þó hann væri frá í langan tíma. Hann hefur hinsvegar verið okkur afar mikilvægur og kom inn með góða hluti eftir að hann sneri aftur úr meiðslum, svo auðvitað væri fínt að hafa hann," sagði Mourinho, sem virðist geisla af sjálfstrausti fyrir leikina við Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×