Phoenix 3 - Memphis 0 30. apríl 2005 00:01 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig. NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig.
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira