Sigur og tap í sömu andrá 6. maí 2005 00:01 Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Kosningarnar fóru svolítið öðruvísi en búist var við í ljósi kannana. Verkamannaflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari, eins og kannanir bentu til, en fékk mikið minna fylgi en þær gáfu til kynna og tapar því fylgi. Tölurnar litu þannig út þegar talið hafði verið í 632 kjördæmum af 646: Íhaldsflokkurinn fékk 197 þingsæti, sem er 33 sætum meira en 2001. Verkamannaflokkurinn er með mikinn meirihluta, fær 355 þingsæti en tapar 47 sætum. Frjálslyndir demókratar fengu 62 sæti og bæta við sig 11. Aðrir fengu 13 sæti. Þetta er því bæði sigur og ósigur og það eiginlega fyrir alla stóru flokkana þrjá. Tony Blair vann í ljósi niðurstöðunnar varnarsigur en stendur engu að síður illa að vígi. Michael Howard náði ekki tilætluðum árangri og tilkynnti afsögn sína í dag og meira að segja Frjálslyndir, sem juku töluvert fylgi sitt, skipta að líkindum út Charles Kennedy áður en langt um líður. Það er því búist við að skipt verði um formenn í öllum stóru flokkunum fyrir næstu kosningar. Niðurstaða kosninganna kom engum á óvart. Það vissu allir að Blair myndi birtast í dyrum Downingstrætis 10 í morgun og fagna sigri. Þetta var hins vegar tvíbentur sigur og Blair var því auðmjúkur í orðavali: Hann sagði að það besta við kosningar væri að maður færi út og talaði við fólk vikum saman. „Og ég hef hlustað og ég hef lært,“ sagði forsætisráðherrann. Að því sögðu brunaði Blair í burtu frá Downingstræti áleiðis til drottningar til að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, þriðju ríkisstjórn Verkamannaflokksins í röð. Stóra spurningin er hins vegar hversu lengi mun Blair eiga heima í Downingstræti? Þingsætameirihluti Verkamannaflokksins er mun minni en gert hafði verið ráð fyrir og það flýtir fyrir pólitískum endalokum Blairs. Sumir segja að hann muni segja af sér jafnvel í árslok, aðrir að Gordon Brown fjármálaráðherra verði búinn að taka við í síðasta lagi eftir tvö ár. Adam Boulton, fréttamaður Sky-fréttastofunnar, segir líta út fyrir að þeir hafi gert samkomulag sín á milli um að Blair haldi áfram í einhvern tíma, að hluta til vegna þess að Brown vilji bæta stöðu sína gagnvart kjósendum og Verkamannaflokknum. Enginn veit í raun hvernig leiðtogi Brown mun verða en hann er að minnsta kosti mun vinsælli en Blair. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir þá reyndar mjög líka. Mikið hafi verið talað um að Brown sé miklu meira til vinstri og Blair til hægri en hann segir að munurinn sé alls ekki mikill. Einn af þeim sem sér ekki mikið á eftir Blair er Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Thatchers, mikill Evrópusinni og einhver mesti þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins síðustu áratugi. Hann segir að þegar Blair hafi fyrst verið kosinn árið 1997 hafi hann sagst hafa óttast það alla ævi að forystumenn Verkamannaflokksins meintu það sem þeir segðu. „En núna, með Blair við stjórnvölinn, óttaðist ég að hann meinti ekki það sem hann segði. Þessi ótti minn hefur ræst,“ segir Howe. Hann segir Blair hafa lofað að endurskapa samband Bretlands og Evrópu en ekki gert það. „Hann hefur valdið mér vonbrigðum. Ég hélt að hann væri verðugur arftaki alls þess sem ég gerði í ríkisstjórn Thatchers til að breyta stefnu Breta,“ segir Howe. En það eru líka sviptingar hjá Íhaldsflokki Howe. Michael Howard, leiðtogi flokksins, sagði óvænt af sér embætti strax í morgun. Staða hans var veik því flokkurinn náði ekki yfir 200 þingsæta markið. Íhaldsflokkurinn er því enn á ný komin í forystukreppu og leitar að fjórða leiðtoga sínum á jafn mörgum árum. Reyndar er Charles Kennedy heldur ekki talinn sterkur framtíðarleiðtogi hjá Frjálslyndum þó hann hafi ná ágætis árangri núna. Því er líklegt er að allir þrír flokkarnir mæti til leiks í næstu kosningum með nýja leiðtoga við stjórnvölinn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Kosningarnar fóru svolítið öðruvísi en búist var við í ljósi kannana. Verkamannaflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari, eins og kannanir bentu til, en fékk mikið minna fylgi en þær gáfu til kynna og tapar því fylgi. Tölurnar litu þannig út þegar talið hafði verið í 632 kjördæmum af 646: Íhaldsflokkurinn fékk 197 þingsæti, sem er 33 sætum meira en 2001. Verkamannaflokkurinn er með mikinn meirihluta, fær 355 þingsæti en tapar 47 sætum. Frjálslyndir demókratar fengu 62 sæti og bæta við sig 11. Aðrir fengu 13 sæti. Þetta er því bæði sigur og ósigur og það eiginlega fyrir alla stóru flokkana þrjá. Tony Blair vann í ljósi niðurstöðunnar varnarsigur en stendur engu að síður illa að vígi. Michael Howard náði ekki tilætluðum árangri og tilkynnti afsögn sína í dag og meira að segja Frjálslyndir, sem juku töluvert fylgi sitt, skipta að líkindum út Charles Kennedy áður en langt um líður. Það er því búist við að skipt verði um formenn í öllum stóru flokkunum fyrir næstu kosningar. Niðurstaða kosninganna kom engum á óvart. Það vissu allir að Blair myndi birtast í dyrum Downingstrætis 10 í morgun og fagna sigri. Þetta var hins vegar tvíbentur sigur og Blair var því auðmjúkur í orðavali: Hann sagði að það besta við kosningar væri að maður færi út og talaði við fólk vikum saman. „Og ég hef hlustað og ég hef lært,“ sagði forsætisráðherrann. Að því sögðu brunaði Blair í burtu frá Downingstræti áleiðis til drottningar til að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, þriðju ríkisstjórn Verkamannaflokksins í röð. Stóra spurningin er hins vegar hversu lengi mun Blair eiga heima í Downingstræti? Þingsætameirihluti Verkamannaflokksins er mun minni en gert hafði verið ráð fyrir og það flýtir fyrir pólitískum endalokum Blairs. Sumir segja að hann muni segja af sér jafnvel í árslok, aðrir að Gordon Brown fjármálaráðherra verði búinn að taka við í síðasta lagi eftir tvö ár. Adam Boulton, fréttamaður Sky-fréttastofunnar, segir líta út fyrir að þeir hafi gert samkomulag sín á milli um að Blair haldi áfram í einhvern tíma, að hluta til vegna þess að Brown vilji bæta stöðu sína gagnvart kjósendum og Verkamannaflokknum. Enginn veit í raun hvernig leiðtogi Brown mun verða en hann er að minnsta kosti mun vinsælli en Blair. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir þá reyndar mjög líka. Mikið hafi verið talað um að Brown sé miklu meira til vinstri og Blair til hægri en hann segir að munurinn sé alls ekki mikill. Einn af þeim sem sér ekki mikið á eftir Blair er Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Thatchers, mikill Evrópusinni og einhver mesti þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins síðustu áratugi. Hann segir að þegar Blair hafi fyrst verið kosinn árið 1997 hafi hann sagst hafa óttast það alla ævi að forystumenn Verkamannaflokksins meintu það sem þeir segðu. „En núna, með Blair við stjórnvölinn, óttaðist ég að hann meinti ekki það sem hann segði. Þessi ótti minn hefur ræst,“ segir Howe. Hann segir Blair hafa lofað að endurskapa samband Bretlands og Evrópu en ekki gert það. „Hann hefur valdið mér vonbrigðum. Ég hélt að hann væri verðugur arftaki alls þess sem ég gerði í ríkisstjórn Thatchers til að breyta stefnu Breta,“ segir Howe. En það eru líka sviptingar hjá Íhaldsflokki Howe. Michael Howard, leiðtogi flokksins, sagði óvænt af sér embætti strax í morgun. Staða hans var veik því flokkurinn náði ekki yfir 200 þingsæta markið. Íhaldsflokkurinn er því enn á ný komin í forystukreppu og leitar að fjórða leiðtoga sínum á jafn mörgum árum. Reyndar er Charles Kennedy heldur ekki talinn sterkur framtíðarleiðtogi hjá Frjálslyndum þó hann hafi ná ágætis árangri núna. Því er líklegt er að allir þrír flokkarnir mæti til leiks í næstu kosningum með nýja leiðtoga við stjórnvölinn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira