Innlent

Bakka ekki með frumvörpin

Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á morgun. Stjórnarandstaðan varar við frumvarpinu og segir það veikja lögin. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með þetta frumvarp né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Hann segist eiga von á að Ríkisútvarpsfrumvarpið komi úr nefnd á morgun og því sé ekki eftir neinu að bíða. Forsætisráðherra á von á því að öll frumvörpin verði að lögum fyrir þinglok. Ekki hefur náðst endanlegt samkomulag milli þingflokka um þinglok en forseti Alþingis stefnir enn að því að ljúka þingi á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×