Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 11:24 Ragna Árnadóttir virðir fyrir sér nýtt lógó Alþingis í samanburði við það gamla. Talið er tímabært að uppfæra merkið og er ekki að merkja betur en almenn ánægja sé með hvernig til hefur tekist. Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. Landsmenn voru búnir að fá nasaþefinn af nýju lógói og búnir að setja sig í stellingar en það var komið upp á Alþingisvefnum fyrr í vikunni. Í dag var svo birt tilkynning þar sem verkefnið var kynnt ítarlega. Áður hafði Vísir spurt Rögnu Árnadóttur fáeinna spurninga um lógóið en hún sagði hefð fyrir því að verkefnið yrði kynnt innanhúss fyrst. „Verksamningur við Strik Studio um endurmörkun og gerð hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 27. júní 2024. Þar kemur fram að áætlað sé að verkið taki samtals 220 klukkustundir og kosti 5.390.000 plús vask,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis mæðist í mörgu og nú er að kynna nýtt lógó Alþingis sem virðst falla vel í kramið á betri bæjum.vísir/vilhelm Í gerð hönnunarstaðals felst að settar verða upp leiðbeiningar um ásýnd Alþingis og alls efnis sem það lætur frá sér fara, reglur um liti, letur og grafík. Samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um umsjón með lokuðu valferli vegna endurmörkunar og gerðar hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 5. mars 2024, upp á 450.000 krónur plús vaskur fyrir þjónustu: ráðgjöf, verkefnastjórn og þóknun valnefndarfulltrúa sem Miðstöðin tilnefndi. Vandfundnir höggstaðir á verkefninu Ragna segir mikla áherslu hafa verið lagða á að fá faglega ráðgjöf við undirbúning verksins. „Og þar sem þú spyrð um fleiri verkefni á döfinni má geta þess að nú er unnið að nýjum vef Alþingis. Vefir þurfa jú að vera í stöðugri endurskoðun og slík endurskoðun er einmitt í gangi núna. Gert er ráð fyrir að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025 en meira um það síðar,“ segir Ragna. Eins og áður sagði voru netverjar komnir í stellingar. „Hryðjuverk,“ sagði einn og annar taldi að þarna væri verið að hraksmá lífsverk Þrastar Magnússonar, grafísks hönnuðar sem meðal annar hannaði lógó Alþingisvefsins á sínum tíma. En það er erfitt að finna höggstað á þessu verkefni, sannast sagna. Að höfðu samráði við Þröst kemur á daginn að teikning hans af Alþingishúsinu var aldrei hugsað sem lógó. Atli Hilmarsson hönnuður er meðal þeirra sem Vísir leitaði álits hjá, en hann var meðal hinna fjögurra sem tók þátt í hinu lokaða útboði. „Teikning Þrastar er svo fín, vel gerð en gengur ekki upp á litlum skjám,“ sagði Atli sem gefur verkefninu öllu toppeinkunn. Horfið er frá fótaletri yfir í steinskrift sem Atli segir það eina rétta þegar merki af þessu tagi eru annars vegar. Draumaverkefni Viktor er einn þeirra sem kom að hönnuninni og hann býður spenntur viðbragða, þau sem eru komin eru jákvæð. Hann segir þau hafa byrjað að vinna að þessu fyrir um fimm mánuðum. Strik Studio hreppti hnossið en að sögn Viktors var um draumaverkefni að ræða. Auður Albertsdóttir niðri til vinstri, Snorri Eldjárn uppi til vinstri, Jakob Hermannsson niðri til hægri, Viktor Weisshappel uppi til hægri.aðsend „Draumaverkefni, algjörlega, verður ekki mikið stærra.“ En nú eru Íslendingar nöldrarar upp til hópa, hver eru viðbrögðin eiginlega? Viktor segir þau hafa verið jákvæð innan Alþingis. „Ég held að fólk þurfi að sjá útskýringar og annað fyrir merkinu. Gamla merkið virkaði ekki vel á þessum nýju miðlum og í skölun. Nú er þetta orðið meira merki.“ Viktor segir alla kippa sér upp við breytingar en svo venjist hlutirnir. „Við pössuðum okkur á að fara vandlega að þessu.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Landsmenn voru búnir að fá nasaþefinn af nýju lógói og búnir að setja sig í stellingar en það var komið upp á Alþingisvefnum fyrr í vikunni. Í dag var svo birt tilkynning þar sem verkefnið var kynnt ítarlega. Áður hafði Vísir spurt Rögnu Árnadóttur fáeinna spurninga um lógóið en hún sagði hefð fyrir því að verkefnið yrði kynnt innanhúss fyrst. „Verksamningur við Strik Studio um endurmörkun og gerð hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 27. júní 2024. Þar kemur fram að áætlað sé að verkið taki samtals 220 klukkustundir og kosti 5.390.000 plús vask,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis mæðist í mörgu og nú er að kynna nýtt lógó Alþingis sem virðst falla vel í kramið á betri bæjum.vísir/vilhelm Í gerð hönnunarstaðals felst að settar verða upp leiðbeiningar um ásýnd Alþingis og alls efnis sem það lætur frá sér fara, reglur um liti, letur og grafík. Samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um umsjón með lokuðu valferli vegna endurmörkunar og gerðar hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 5. mars 2024, upp á 450.000 krónur plús vaskur fyrir þjónustu: ráðgjöf, verkefnastjórn og þóknun valnefndarfulltrúa sem Miðstöðin tilnefndi. Vandfundnir höggstaðir á verkefninu Ragna segir mikla áherslu hafa verið lagða á að fá faglega ráðgjöf við undirbúning verksins. „Og þar sem þú spyrð um fleiri verkefni á döfinni má geta þess að nú er unnið að nýjum vef Alþingis. Vefir þurfa jú að vera í stöðugri endurskoðun og slík endurskoðun er einmitt í gangi núna. Gert er ráð fyrir að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025 en meira um það síðar,“ segir Ragna. Eins og áður sagði voru netverjar komnir í stellingar. „Hryðjuverk,“ sagði einn og annar taldi að þarna væri verið að hraksmá lífsverk Þrastar Magnússonar, grafísks hönnuðar sem meðal annar hannaði lógó Alþingisvefsins á sínum tíma. En það er erfitt að finna höggstað á þessu verkefni, sannast sagna. Að höfðu samráði við Þröst kemur á daginn að teikning hans af Alþingishúsinu var aldrei hugsað sem lógó. Atli Hilmarsson hönnuður er meðal þeirra sem Vísir leitaði álits hjá, en hann var meðal hinna fjögurra sem tók þátt í hinu lokaða útboði. „Teikning Þrastar er svo fín, vel gerð en gengur ekki upp á litlum skjám,“ sagði Atli sem gefur verkefninu öllu toppeinkunn. Horfið er frá fótaletri yfir í steinskrift sem Atli segir það eina rétta þegar merki af þessu tagi eru annars vegar. Draumaverkefni Viktor er einn þeirra sem kom að hönnuninni og hann býður spenntur viðbragða, þau sem eru komin eru jákvæð. Hann segir þau hafa byrjað að vinna að þessu fyrir um fimm mánuðum. Strik Studio hreppti hnossið en að sögn Viktors var um draumaverkefni að ræða. Auður Albertsdóttir niðri til vinstri, Snorri Eldjárn uppi til vinstri, Jakob Hermannsson niðri til hægri, Viktor Weisshappel uppi til hægri.aðsend „Draumaverkefni, algjörlega, verður ekki mikið stærra.“ En nú eru Íslendingar nöldrarar upp til hópa, hver eru viðbrögðin eiginlega? Viktor segir þau hafa verið jákvæð innan Alþingis. „Ég held að fólk þurfi að sjá útskýringar og annað fyrir merkinu. Gamla merkið virkaði ekki vel á þessum nýju miðlum og í skölun. Nú er þetta orðið meira merki.“ Viktor segir alla kippa sér upp við breytingar en svo venjist hlutirnir. „Við pössuðum okkur á að fara vandlega að þessu.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira