Innlent

Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks. Meirihluti allsherjarnefndar hafði fallist á að afgreiða frumvarpið úr nefnd með þeirri breytingu að fresturinn yrði lengdur um fjögur ár. Stjórnarandstæðingar mótmæltu þessu harðlega og sögðu ekkert í málinu vera þannig að ekki væri hægt að ljúka málinu. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki sagðist ætla að taka málið strax upp í haust og sagði það fullrætt og afgreitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×