Sport

Sven biðlar til Uefa

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur skorað á Uefa að gefa Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu. Uefa hefur gefið í skyn að aðeins fjörug lið frá Englandi, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton, muni taka þátt fyrir Englands hönd en Eriksson hefur nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu sem vilja að Liverpool verði gefið sæti á næsta ári þar sem þeir eru sigurvegarar keppninnar í ár. ,,Ég virkilega vona að Liverpool verði í keppninni að ári og ég veit að FA hefur ýtt á það við Uefa, bæði óopinberlega og opinberlega," sagði Svíinn. ,,Ég horfði á leikinn í Istanbul með þjálfarateyminu mínu og Trevor Brooking og þetta var frábært afrek. Ég hef ekki talað við neinn hjá Liverpool en við sendum þeim skilaboð með hamingjuóskum." ...og Eriksson hélt áfram: ,,Þetta er algjörlega í höndum Uefa, en ég held að öll Evrópa vilji að Liverpool fái sæti að ári, og ég er svo sannarlega einn af þeim. Hvort það sé hægt veit ég ekki, en ég tel okkur ekki geta gert meira til að tala máli Liverpool en við höfum gert."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×