Miami 2 - Detroit 2 1. júní 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin). NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin).
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira