Hvað felst í U-beygju Liverpool? 10. júní 2005 00:01 Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? Sjá meira
Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan)
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn