San Antonio 2 - Detroit 2 17. júní 2005 00:01 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir). NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sjá meira
Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir).
NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sjá meira