Danir flengdu Englendinga 17. ágúst 2005 00:01 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð