Suður-Afríka átti aldrei möguleika 17. ágúst 2005 00:01 Íslenska landsliðið vann afar sannfærandi 4-1 sigur á arfaslöku s-afrísku liði í vináttuleik á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Mikil batamerki voru á leik íslenska liðsins og lofar frammistaðan góðu. Lítið kom á óvart í byrjunarliði Íslands í leiknum í gærkvöld. Þjálfararnir héldu sig við 4-5-1 leikkerfið frá því í síðasta leik liðsins gegn Möltu og lék Eiður Smári Guðjohnsen sem fremsti maður á miðjunni fyrir aftan Heiðar Helguson. Íslenska liðið sótti nokkuð hart að S-Afríkumönnum frá fyrstu mínútu og það var greinilegt að það átti ekki að leggjast í neinn varnarleik. Leikaðferð S-Afríku verður seint talin vera hefðbundin; liðið leikur afar svæfandi knattspyrnu með allt að sex miðjumenn sem náðu skiljanlega að spila ágætis reitabolta sín á milli gegn fjórum miðjumönnum Íslands. En sóknartilburðir þeirra voru afar litlir og ekki bar á öðru en að íslensku leikmennirnir nytu sín vel gegn slíkum leikstíl. Það var síðan staðfest á 25. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson kom Íslendingum verðskuldað yfir með fínum skalla eftir fyrirgjöf Indriða Sigurðssonar. Þremur mínútum síðar jafnaði Delron Buckley metin úr fyrsta umtalsverða marktækifæri gestanna með því að fylgja eftir skoti Benni McCarthy. Markið var kolólöglegt þar sem Buckley var augljóslega rangstæður þegar skot McCarthy reið af. David McKeon, írskur dómari leiksins, gerði okkur hins vegar grikk, með því að dæma markið gilt, og var það í annað sinn í leiknum þar sem skömmu áður hafði hann neitað Kára Árnasyni um augljósa vítaspyrnu. Mörkin tvö voru það besta sem gat komið fyrir leikinn og blésu svo sannarlega nýju lífi í hann; Eiður Smári og Heiðar Helguson fengu báðir gullið tækifæri til að skora í sömu sókninni á 31. mínútu en Hans Vonk í marki S-Afríku varði meistaralega í tvígang. Hann kom þó engum vörnum við á 42. mínútu þegar Arnar Þór Viðarsson, af öllum mönnum, kom Íslendingum yfir á ný eftir góðan undirbúning Eiðs Smára. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri og tíðindaminni en sá fyrri; Íslendingar voru afslappaðir í sínum leik og með leikinn í hendi sér en jafnframt var furðulegt að sjá hversu lítið S-Afríkumenn reyndu að sækja miðað við að þeir væru marki undir. Áhugaleysi gestanna kom þeim í koll um miðjan hálfleikinn þegar Heiðar skoraði þriðja mark Íslands með fínum skalla eftir hornspyrnu Veigars Páls Gunnarssonar. Fimm mínútum síðar bætti Veigar Páll við fjórða markinu með stórkostlegu skoti sem varð til þess að tryggja sigurinn endanlega. Sigur íslenska liðsins var vissulega góður og sannfærandi en hins vegar má setja spurningarmerki við þá mótspyrnu sem S-Afríka reyndist vera. Áhugaleysið skein af leikmönnum þeirra og svo virðist sem að það hafi tekið einum of mikið á að ferðast frá syðsta landi veraldar til nyrstu höfuðborgarinnar. Hjá Íslandi skein leikgleðin hins vegar af leikmönnum, allir sem komu við sögu í leiknum stóðu fyrir sínu og flestir vel það. Í heildina var frammistaða Íslands afar sannfærandi og það að hún skuli hafa sigrað þjóð sem er í 38. sæti heimslistans er ekkert nema góðs viti og gefur góð fyrirheit upp á framhaldið. Íslenski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Íslenska landsliðið vann afar sannfærandi 4-1 sigur á arfaslöku s-afrísku liði í vináttuleik á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Mikil batamerki voru á leik íslenska liðsins og lofar frammistaðan góðu. Lítið kom á óvart í byrjunarliði Íslands í leiknum í gærkvöld. Þjálfararnir héldu sig við 4-5-1 leikkerfið frá því í síðasta leik liðsins gegn Möltu og lék Eiður Smári Guðjohnsen sem fremsti maður á miðjunni fyrir aftan Heiðar Helguson. Íslenska liðið sótti nokkuð hart að S-Afríkumönnum frá fyrstu mínútu og það var greinilegt að það átti ekki að leggjast í neinn varnarleik. Leikaðferð S-Afríku verður seint talin vera hefðbundin; liðið leikur afar svæfandi knattspyrnu með allt að sex miðjumenn sem náðu skiljanlega að spila ágætis reitabolta sín á milli gegn fjórum miðjumönnum Íslands. En sóknartilburðir þeirra voru afar litlir og ekki bar á öðru en að íslensku leikmennirnir nytu sín vel gegn slíkum leikstíl. Það var síðan staðfest á 25. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson kom Íslendingum verðskuldað yfir með fínum skalla eftir fyrirgjöf Indriða Sigurðssonar. Þremur mínútum síðar jafnaði Delron Buckley metin úr fyrsta umtalsverða marktækifæri gestanna með því að fylgja eftir skoti Benni McCarthy. Markið var kolólöglegt þar sem Buckley var augljóslega rangstæður þegar skot McCarthy reið af. David McKeon, írskur dómari leiksins, gerði okkur hins vegar grikk, með því að dæma markið gilt, og var það í annað sinn í leiknum þar sem skömmu áður hafði hann neitað Kára Árnasyni um augljósa vítaspyrnu. Mörkin tvö voru það besta sem gat komið fyrir leikinn og blésu svo sannarlega nýju lífi í hann; Eiður Smári og Heiðar Helguson fengu báðir gullið tækifæri til að skora í sömu sókninni á 31. mínútu en Hans Vonk í marki S-Afríku varði meistaralega í tvígang. Hann kom þó engum vörnum við á 42. mínútu þegar Arnar Þór Viðarsson, af öllum mönnum, kom Íslendingum yfir á ný eftir góðan undirbúning Eiðs Smára. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri og tíðindaminni en sá fyrri; Íslendingar voru afslappaðir í sínum leik og með leikinn í hendi sér en jafnframt var furðulegt að sjá hversu lítið S-Afríkumenn reyndu að sækja miðað við að þeir væru marki undir. Áhugaleysi gestanna kom þeim í koll um miðjan hálfleikinn þegar Heiðar skoraði þriðja mark Íslands með fínum skalla eftir hornspyrnu Veigars Páls Gunnarssonar. Fimm mínútum síðar bætti Veigar Páll við fjórða markinu með stórkostlegu skoti sem varð til þess að tryggja sigurinn endanlega. Sigur íslenska liðsins var vissulega góður og sannfærandi en hins vegar má setja spurningarmerki við þá mótspyrnu sem S-Afríka reyndist vera. Áhugaleysið skein af leikmönnum þeirra og svo virðist sem að það hafi tekið einum of mikið á að ferðast frá syðsta landi veraldar til nyrstu höfuðborgarinnar. Hjá Íslandi skein leikgleðin hins vegar af leikmönnum, allir sem komu við sögu í leiknum stóðu fyrir sínu og flestir vel það. Í heildina var frammistaða Íslands afar sannfærandi og það að hún skuli hafa sigrað þjóð sem er í 38. sæti heimslistans er ekkert nema góðs viti og gefur góð fyrirheit upp á framhaldið.
Íslenski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira