Beinvænt mataræði 23. október 2006 06:00 Þann 20. október var Alþjóðabeinverndardagurinn haldinn hátíðlegur. Þema ársins í ár er „Fæða og næring". Um það bil ein af hverjum þremur konum yfir fimmtugt og einn af hverjum fimm körlum þjást af beinþynningu. Þar sem það liggur ljóst fyrir að bein okkar mótast hvað mest á því tímabili lífs okkar þegar við tökum út vöxt og þroska segir það sig sjálft að þær neysluvenjur sem við tileinkum okkur á unga aldri geta skipt sköpum um hvað síðar verður. Það er þó sjálfgefið að mataræði hefur áhrif á beinin á öllum aldursskeiðum. Almennt má segja að beinvænt mataræði sé fyrst og fremst tengt fjölbreyttu fæðuvali. Og þeir næringarþættir sem helst ber að varast tengjast ónógri orkuneyslu (en það að vera mjög grannholda hefur neikvæð áhrif á beinþéttni) og útilokun fæðutegunda, ekki síst fæðutegunda sem eru auðugar í kalki en kalk er aðaluppistaða beinvefjar. Að sjálfsögðu skipta mörg önnur næringarefni miklu máli og sem dæmi má taka að þá hefur mikið að segja að fá í kroppinn nægt D-vítamín og prótein. Kalk: Það er staðreynd að flestum reynist auðveldast að verða sér úti um nægilegt kalk með neyslu mjólkurvara og svo sannarlega eykur neysla mjólkurvara næringargildi fæðunnar á annan hátt enda er mjólk sprengfull af margs konar næringarefnum (vítamínum og steinefnum) sem og hágæðapróteinum. Á þetta er minnst því á stundum er því haldið fram að mjólk sé mjög óholl fæða og að neysla hennar leiði jafnvel til eyrnabólgu, virki sem morfín á taugakerfi barna og auki líkur á krabbameinum. Fullyrðingar sem þessar hafa ekkert með næringarlegar staðreyndir að gera. En neikvæður áróður gagnvart ýmsum mat og næringarefnum er þekkt eins og fjölmörg dæmi sanna. Eða hver kannast ekki við hræðsluáróðurinn gagnvart gervisætuefninu aspartame sem eitilharðir andstæðingar efnisins segja eiturefni hið mesta og að neysla þess auki á tíðni krabbameina og leiði jafnvel til blindu. Fullyrðingar sem þessar hafa verið hraktar aftur og aftur og sem dæmi má nefna að þá hefur vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli (SCF) Opinion of the SCF: Update on Safety of Aspartame farið rækilega yfir þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á aspartame með það að leiðarljósi að rannsaka öryggi þess. Og hefur vísindanefndin ítrekað bent á að engar sannanir séu fyrir því að neysla þess sé skaðleg heilsu fólks. Það að halda hræðsluáróðri að fólki þar sem jafnvel heilu fæðuflokkarnir eru sagðir skaðlegir heilsu manna eða einstök fæðuefni er að sjálfsögðu mjög varhugavert þar sem það getur dregið verulega úr fjölbreytileika í fæðuvali og það ýtt undir næringarefnaskort af einhverju tagi. Aukið val er af hinu góða og svo dæmi sé tekið þjást sumir af offitu og hafa áhuga á að létta sig. Þeir sömu ákveða því að leita í orkuminni afurðir innan hvers fæðuhóps frekar en orkumeiri eins og t.d. kalk- og próteinríkt skyr með gervisætuefnum og þá án viðbætts sykurs. D-vítamín: Mikilvægi nægs D-vítamíns í líkama til verndar gegn beinþynningu er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þar sem fæða er almennt fátæk í D-vítamíni getur mörgum reynst nauðsynlegt að neyta D-vítamíns svo sem í formi fæðubótar eins og lýsis, sérstaklega ef fólk fer sjaldan út undir bert loft. Ástæða þess er sú að með aðstoð sólarljóss nær líkaminn að framleiða D-vítamín og nægir fólki með ljóst hörund innan við 30 mínútur af sólarljósi á dag til að fullnægja þörfinni. En engu að síður gefa vísindaniðurstöður til kynna að skortur á D-vítamíni sé mjög mikill á heimsvísu og það jafnvel á mjög sólríkum svæðum. Upplýsingar um ráðlagða dagskammta og magns kalks og D-vítamíns í fæðu er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Beinverndar (beinvernd.is). Beinþynning er afar sársaukafullur sjúkdómur. Áhættuþættir beinþynningar eru margir og þá helstu náum við ekki að stjórna enda tengjast þær erfðum og hækkandi lífaldri. En ýmsa beinvæna lífsþætti getum við lært að tileinka okkur og náð þannig að byggja upp beinin eins vel og viðhaldið beinstyrk eins lengi og okkur er frekast kostur. Í því samhengi skiptir beinvænt mataræði miklu máli. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 20. október var Alþjóðabeinverndardagurinn haldinn hátíðlegur. Þema ársins í ár er „Fæða og næring". Um það bil ein af hverjum þremur konum yfir fimmtugt og einn af hverjum fimm körlum þjást af beinþynningu. Þar sem það liggur ljóst fyrir að bein okkar mótast hvað mest á því tímabili lífs okkar þegar við tökum út vöxt og þroska segir það sig sjálft að þær neysluvenjur sem við tileinkum okkur á unga aldri geta skipt sköpum um hvað síðar verður. Það er þó sjálfgefið að mataræði hefur áhrif á beinin á öllum aldursskeiðum. Almennt má segja að beinvænt mataræði sé fyrst og fremst tengt fjölbreyttu fæðuvali. Og þeir næringarþættir sem helst ber að varast tengjast ónógri orkuneyslu (en það að vera mjög grannholda hefur neikvæð áhrif á beinþéttni) og útilokun fæðutegunda, ekki síst fæðutegunda sem eru auðugar í kalki en kalk er aðaluppistaða beinvefjar. Að sjálfsögðu skipta mörg önnur næringarefni miklu máli og sem dæmi má taka að þá hefur mikið að segja að fá í kroppinn nægt D-vítamín og prótein. Kalk: Það er staðreynd að flestum reynist auðveldast að verða sér úti um nægilegt kalk með neyslu mjólkurvara og svo sannarlega eykur neysla mjólkurvara næringargildi fæðunnar á annan hátt enda er mjólk sprengfull af margs konar næringarefnum (vítamínum og steinefnum) sem og hágæðapróteinum. Á þetta er minnst því á stundum er því haldið fram að mjólk sé mjög óholl fæða og að neysla hennar leiði jafnvel til eyrnabólgu, virki sem morfín á taugakerfi barna og auki líkur á krabbameinum. Fullyrðingar sem þessar hafa ekkert með næringarlegar staðreyndir að gera. En neikvæður áróður gagnvart ýmsum mat og næringarefnum er þekkt eins og fjölmörg dæmi sanna. Eða hver kannast ekki við hræðsluáróðurinn gagnvart gervisætuefninu aspartame sem eitilharðir andstæðingar efnisins segja eiturefni hið mesta og að neysla þess auki á tíðni krabbameina og leiði jafnvel til blindu. Fullyrðingar sem þessar hafa verið hraktar aftur og aftur og sem dæmi má nefna að þá hefur vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli (SCF) Opinion of the SCF: Update on Safety of Aspartame farið rækilega yfir þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á aspartame með það að leiðarljósi að rannsaka öryggi þess. Og hefur vísindanefndin ítrekað bent á að engar sannanir séu fyrir því að neysla þess sé skaðleg heilsu fólks. Það að halda hræðsluáróðri að fólki þar sem jafnvel heilu fæðuflokkarnir eru sagðir skaðlegir heilsu manna eða einstök fæðuefni er að sjálfsögðu mjög varhugavert þar sem það getur dregið verulega úr fjölbreytileika í fæðuvali og það ýtt undir næringarefnaskort af einhverju tagi. Aukið val er af hinu góða og svo dæmi sé tekið þjást sumir af offitu og hafa áhuga á að létta sig. Þeir sömu ákveða því að leita í orkuminni afurðir innan hvers fæðuhóps frekar en orkumeiri eins og t.d. kalk- og próteinríkt skyr með gervisætuefnum og þá án viðbætts sykurs. D-vítamín: Mikilvægi nægs D-vítamíns í líkama til verndar gegn beinþynningu er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þar sem fæða er almennt fátæk í D-vítamíni getur mörgum reynst nauðsynlegt að neyta D-vítamíns svo sem í formi fæðubótar eins og lýsis, sérstaklega ef fólk fer sjaldan út undir bert loft. Ástæða þess er sú að með aðstoð sólarljóss nær líkaminn að framleiða D-vítamín og nægir fólki með ljóst hörund innan við 30 mínútur af sólarljósi á dag til að fullnægja þörfinni. En engu að síður gefa vísindaniðurstöður til kynna að skortur á D-vítamíni sé mjög mikill á heimsvísu og það jafnvel á mjög sólríkum svæðum. Upplýsingar um ráðlagða dagskammta og magns kalks og D-vítamíns í fæðu er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Beinverndar (beinvernd.is). Beinþynning er afar sársaukafullur sjúkdómur. Áhættuþættir beinþynningar eru margir og þá helstu náum við ekki að stjórna enda tengjast þær erfðum og hækkandi lífaldri. En ýmsa beinvæna lífsþætti getum við lært að tileinka okkur og náð þannig að byggja upp beinin eins vel og viðhaldið beinstyrk eins lengi og okkur er frekast kostur. Í því samhengi skiptir beinvænt mataræði miklu máli. Höfundur er næringarfræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar