Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið 15. nóvember 2006 06:45 Lausnararnir Nokkrir af fulltrúum Íraksnefndarinnar koma af fundi með Bush í Hvíta húsinu á mánudaginn. Þeir eru frá vinstri: Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, William J. Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra, Edwin Meese, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Charles Rob, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, Philip Zelikov framkvæmdastjóri og Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari. fréttablaðið/AP MYND/AP Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Erlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi.
Erlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira