Segjast ekki láta kúga sig 16. nóvember 2006 06:00 Hátíðahöld Kýpur-Tyrkja Mehmet Ali Talat, forseti tyrkneska hluta Kýpur, skoðar herafla Kýpur-Tyrkja ásamt Mehmet Eros, yfirmanni tyrkneska hersins, við hátíðahöldin í Nikosíu í gær, sem haldin voru í tilefni þess að 23 ár eru liðin frá því AÐ Kýpur-Tyrkir lýstu yfir sjálfstæði.fréttablaðið/AFP MYND/AFP „Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul. Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul.
Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira